Söngdívan Svala Karítas Björgvinsdóttir hefur opinberað nafnið á nýjasta lagi sínu, sem kemur út eftir átta daga.

Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Söngstjarnan Svala kann að halda aðdáendum sínum heitum en hún hefur verið að vinna að nýju lagi síðustu vikur og mánuði og hefur reglulega minnt fólk á það með ljósmyndum og myndskeiðum á Instagram. Í nýjustu Instagram-færslu sinni birtir hún fallega ljósmynd af sér þar sem hún stendur á hnjánum með fjólubláan bakgrunn. Við færsluna skrifaði hún:
„Bara átta dagar þangað til að nýja lagið mitt “Ein í nótt” með @ingibauer droppar 💋
19.05.23
Photo @tinna_magg
Hair @rakelmariah
Makeup @svalakali
Styling @svalakali.“
Mannlíf Svölu til hamingju með nýja lagið og bíður spennt eftir að það komi út.