Anna Kristín Arngrímsdóttir leikkona er látin og var hún 76 ára gömul. Vísir greindi frá andláti hennar.
Anna Kristín fæddist árið 1948 og ólst upp á Dalvík en flutti til borgarinnar til að læra leiklist í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur þá 17 ára gömul.
Eftir leiklistarnámið lék hún fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur en færði sig svo yfir í Þjóðleikhúsið þar sem hún starfaði til 2011. Á þeim tíma varð hún ein þekktasta og virtasta leikkona landsins og lék í mörgum af vinsælustu sýningum 20. og 21. aldar.
Ásamt því að leika á sviði kom hún fram í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.
Anna Kristín lætur eftir sig sambýlismann og þrjú börn.
Anna Kristín fallin frá

VefTv
- Auglýsing -
Hlaðvörp
- Auglýsing -
[facebook_large_like_btn]
Athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Lestu meira
- Auglýsing -
Veistu meira um málið?
Endilega láttu heyra frá þér! Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Deila
Nýtt í dag
Mest lesið í vikunni
Í fréttum er þetta helst...
- Auglýsing -