Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir er fallin frá en hún var 63 ára gömul. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á heimasíðu sinni.
Hulda fæddist í Reykjavík árið 1961 og voru foreldrar hennar Helgi Ólafsson og Munda Kristbjörg Guðmundsdóttir. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund fór hún í Háskóla Íslands og lauk þar cand.theol. prófi árið 1987.
Sama ár var hún skipuð sóknarprestur í Hríseyjarprestakalli og starfaði þar til 2014 en þá varð hún héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi. 2018 tók hún við sem prestur Kvennakirkjunnar og starfaði þar til 2022 en hún þurfti að láta af störfum af heilsufarsástæðum.
Hulda Hrönn verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykjavík þann 7. mars kl. 13:00.
Séra Hulda Hrönn fallin frá

VefTv
- Auglýsing -
Hlaðvörp
- Auglýsing -
[facebook_large_like_btn]
Athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Lestu meira
- Auglýsing -
Veistu meira um málið?
Endilega láttu heyra frá þér! Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Deila
Nýtt í dag
Mest lesið í vikunni
Í fréttum er þetta helst...
- Auglýsing -