Björn Björnsson, fyrrverandi skólastjóri, er látinn. Hann var 82 ára gamall og greindi Morgunblaðið frá andláti hans.
Björn fæddist árið 1943 í Eyjafirði og voru foreldrar hans Björn Jóhannsson og Emma Elíasdóttir. Hann ólst upp í Eyjafirði en flutti suður um tvítugt og starfaði þar við ýmis störf.
Hann flutti til Sauðárkróks árið 1968 en tveimur árum síðar hóf hann kennslu í Barnaskóla Sauðárkróks. Hann skráði sig í kennaranám og útskrifaðist þaðan 1972 og var tveimur árum síðar orðinn skólastjóri Barnaskólans.
Hann færði sig um sett árið 1998 og var skólastjóri Grunnskólans á Hofsósi til 2005.
Björn tók þátt í stjórnmálum á ævinni og var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1990 til 1998 á Sauðárkróki. Þá var hann félagi í Oddfellowreglunni í meira en 40 ár og þótti hann frábær ræðumaður og var eftirsóttur veislustjóri.
Björn lætur eftir sig þrjú börn.
Björn Björnsson er látinn

VefTv
- Auglýsing -
Hlaðvörp
- Auglýsing -
[facebook_large_like_btn]
Athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Lestu meira
- Auglýsing -
Veistu meira um málið?
Endilega láttu heyra frá þér! Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Deila
Nýtt í dag
Mest lesið í vikunni
Í fréttum er þetta helst...
- Auglýsing -