Þriðjudagur 11. mars, 2025
3.3 C
Reykjavik

Össur rifjar upp fyndna sögu af Einari Oddi heitnum: „Er hvergi friður fyrir þessum manni?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Össur Skarphéðinsson segir frá skemmtilegri minningu í nýrri Facebook-færslu.

Líffræðingurinn og fyrrverandi ráðherrann Össur Skarphéðinsson hefur löngum þótt lipur og skemmtilegur penni en hann skrifaði í gær færslu á Facebook sem slegið hefur í gegn en yfir 200 manns hefur líkað við hana. Þar rifjar hann upp sögu af því er hann og Einar Oddur Kristinsson heitinn, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins þegar þeir voru staddir á Ítalíu. Færslan hefst á eftirfarandi hátt:

„Einar Oddur og Ólafur Ragnar

Við Einar Oddur heitinn, alþingismaður og bjargvættur, vorum saman í merkilegri nefnd á vegum Atlantshafsbandalagsins sem ferðaðist víða til að ráðleggja forystumönnum hvernig best væri að stilla til friðar í heiminum. Einu sinni í Napólí eftir þunga ráðgjöf leituðum við hælis á veitingastað rétt ofan við höfnina til að fá okkur cafe avec. Þá var skammt liðið frá því Ólafur Ragnar hafði tryllt íhaldið með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar.“

Þegar þeir Össur og Einar Oddur gengu inn á veitingastaðinn blasti við þeim óvenjuleg sjón:

„Einar gekk á undan inná stassjónina. Í dyragættinni snarstoppaði hann og greip báðum höndum fyrir augun. Sá ég þá hvar við blasti skjannahvítur veggur með risastórri mynd af Ólafi Ragnari með dóttur sinni úr forsetaheimsókn til Ítalíu. Einar hélt að hann væri vitskertur, trúði ekki sínum eigin augum og stundi loksins: „Er hvergi friður fyrir þessum manni?“.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -