Jón Gnarr á í erfiðleikum, eins og margir landar hans, með að fá tíma hjá heimilislækninum sínum.
Þingmaðurinn og grínistinn Jón Gnarr skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann hæðist að Heilsuveru en heilsugæslan hans er hætt að taka við tímabókunum og því Heilsuvera eina úrræðið. Nema hvað að heimilislæknir Jóns er þar hvergi sjáanlegur. Þess í stað er Jóni boðið upp á skimun fyrir leghálskrabbameini og í ráðgjöf um getnaðarvarnir.
Hér má sjá færsluna:
„Heilsugæslan mín er hætt að taka við tímabókunum og nú fer það bara í gegnum Heilsuveru. Fljótlegt og einfalt! Heimilislæknirinn minn er hvergi sjáanlegur en ég get fengið ráðgjöf um getnaðarvarnir eða jafnvel skellt mér til Selfoss í skimun fyrir leghálskrabbameini og þá tekið ljósmæðravaktina í leiðinni. Hittumst svo hress í röðinni á Læknavaktinni í kvöld !“