Bankareikningar tveggja svokallaðra hákarla í Naibíu hafa verið frystir vegna rannsóknar á meintri mútuþægni þeirra í Samherjamálinu.
Kemur þetta fram í The Namibian, en Kjarninn greindi frá fyrst.
Einstaklingarnir sem um ræði eru Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, og Tamson Hatukulipi, kallaður Fitty. Fitty er tengdasonur Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.

Mynd / Skjáskot RÚV
Í Kveikþættinum sem fjallaði um Samherjamálið fyrir tæpri viku kom að Fitty hefði kynnt lykilstjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum, og þeir ásamt Shangala og James Hatukulipi, hafi síðan myndað kjarnann í hópi valdamanna í Namibíu sem tók við mútugreiðslum frá Samherja fyrir ódýrt aðgengi að hrossamakrílskvóta í landinu. Greiðslurnar námu að minnsta kosti 1,4 milljörðum króna.
Samherjamálið er nú til rannsóknar í þremur löndum: Namibíu, Íslandi og Noregi. Grunur er um að auk mútugreiðslna hafi Samherji stundað umfangsmikla skattasniðgöngu og peningaþvætti.