Í dagbók lögreglu í nótt var ýmislegt að frétta en hægt að er lesa það helsta hér fyrir neðan
Drukkinn einstaklingur sofnaði í verslun í miðbænum og kom lögregla honum í öruggt skjól.
Ökufantur var gripinn við að aka á móti rauðu ljósi og var málið afgreitt á staðnum. Ökumaður sem var grunaður um að vera fullur hrækti á lögreglumenn og neitaði að gefa upp nafn og kennitölu. Hann var vistaður í fangaklefa.
Sölumaður fíkniefna var handtekinn í Garðabæ, ekki er greint frá hvernig eiturlyf hann var með á sér.
Þá var tilkynnt um einstakling sem réðst á nágranna sinn eftir langar deilur. Lögreglan mætti á svæðið og róaði málið og ritaði skýrslu.