Lögregla hafði afskipti af meintum dópsala í austurborginni. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna.
Buðarþjófur gripinn við iðju sína í verslun. Hinn grunaði laus að lokinni skýrslutöku.
Innbrotsþjófur var staðinn að verki við iðju sína. Hann var handtekinn áður en honum tókst ætlunarverk sitt. Hinn handtekni er grunaður um vörslu fíkniefna.
Lögreglan hafði afskipti af einstaklingi í vesturborginni. Sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglunni var tilkynnt um líkamsárás. Einn einstaklingur var handtekinn, grunaður í málinu. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í miðbænum vegna ofurölvi einstaklings sem var með ógnandi tilburði við aðra vegfarendur. Hinn drukkni var handtekinn. Hann hvílir nú í fangaklefa þar til rennur af honum víman og hægt verður að taka af honum skýrslu. Drykkjuboltinn má eiga von á að verða kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.
Bifreið stöðvuð af lögreglu. Þá kom á daginn að ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.
Tilkynnt var um rán þar sem unglingar tóku úlpu af öðrum unglingi. Málið í rannsókn.
Bifreið stöðvuð og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.
Leigubílstjóri óskar eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem sefur ölvunarsvefni í bifreiðinni hjá honum. Lögreglan bjargaði málum.
Tilkynnt um þjófnað úr verslun. Grunaði laus að lokinni skýrslutöku.
Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ekið var á kyrrstæða bifreið og stungið af frá vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Málið í rannsókn.
Tilkynnt um ,emm á tveimur bifreiðum vera að henda rusli úr bifreiðunum úti í náttúrunni skammt frá þjóðveginum.