Þriðjudagur 11. mars, 2025
3.3 C
Reykjavik

Jón Otti er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Otti Ólafsson, prentari og körfuboltadómari, er fallinn frá. Hann var 83 ára gamall en Morgunblaðið greinir frá andláti hans.

Jón Otti fæddist í Reykjavík árið 1941 og voru foreldrar hans Ólafur Ottósson og Vigdís Jónsdóttir.

Hann lauk prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík og hóf svo störf hjá Borgarprenti. Síðar starfaði hann hjá prentsmiðjunni Umslagi þar til hann lauk starfsferli sínum árið 2012.

Ekki er hægt að tala um líf Jóns án þess að ræða körfubolta en hann spilaði um 200 leiki með KR í körfubolta og varð síðar einn besti körfuboltadómari í sögu Íslands. Hann var formaður dómaranefndar KKÍ í áratug og sat í stjórn körfuknattleiksdeildar KR árum saman og var einnig formaður í þrjú ár.

Hann var sæmdur heiðursmerki KKÍ og valinn besti dómari 20. aldar.

Jón lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -