Þriðjudagur 11. mars, 2025
3.8 C
Reykjavik

Brim segir upp tugum sjómanna – Hagnaðist um rúma níu milljarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf hefur sagt upp 52 sjómönnum sem starfa á Vigra RE 71 en Fiskifréttir greina frá þessu.

Heimildir þeirra segja að ástæðan á bak við uppsagnir sjómannanna séu vegna samdráttar í aflaheimildum en forsvarsmenn Brim hafa ekki tjáð sig um málið hingað til. Þeim sjómönnum sagt hefur verið upp munu þá ganga fyrir í önnur pláss í skipum hjá Brimi losni um slík.

Þá er sagt því að Vigri hafi orðið fyrir valinu vegna aldurs en skipið var smíðað árið 1992 og mun frystikerfi þess þurfa á endurnýjun að halda og þær kosti sitt. Vigri er einn af þremur frystitogurum fyrirtæksins en hinir tveir eru Þerney og Sólborg,

Fiskifréttir segja einnig að togarinn sé í sinni næst síðustu veiðiferð fyrir Brim en fyrirtækið hagnaðist um rúma níu milljarða árið 2023.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -