Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf hefur sagt upp 52 sjómönnum sem starfa á Vigra RE 71 en Fiskifréttir greina frá þessu.
Heimildir þeirra segja að ástæðan á bak við uppsagnir sjómannanna séu vegna samdráttar í aflaheimildum en forsvarsmenn Brim hafa ekki tjáð sig um málið hingað til. Þeim sjómönnum sagt hefur verið upp munu þá ganga fyrir í önnur pláss í skipum hjá Brimi losni um slík.
Þá er sagt því að Vigri hafi orðið fyrir valinu vegna aldurs en skipið var smíðað árið 1992 og mun frystikerfi þess þurfa á endurnýjun að halda og þær kosti sitt. Vigri er einn af þremur frystitogurum fyrirtæksins en hinir tveir eru Þerney og Sólborg,
Fiskifréttir segja einnig að togarinn sé í sinni næst síðustu veiðiferð fyrir Brim en fyrirtækið hagnaðist um rúma níu milljarða árið 2023.