P-8 leitarflugvél konunglega breska flughersins lent á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Ber flugvélin nafnið Spirit of Reykjavík.
Landhelgisgæslan segir frá lendingunni á heimasíðu sinni en starfsmenn hennar á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli tóku vel á móti áhöfn vélarinnar. Æfði hún meðal annars með bandaríska sjóhernum auk þess sem hún sótti fund með fulltrúum Gæslunnar.

Ljósmynd: lhg.is
Flugvélinni var gefið nafnið Spirit of Reykjavík árið 2020 en það var af virðingu við hlutverk Reykjavíkur og Íslendingar vegna sigurs bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í seinni heimsstyrjöldinni.
Flugvélin flaug svo á brott í gær en á meðfylgjandi myndum má sjá Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóra varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar og Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóra varnarmálasviðs, ásamt áhöfn flugvélarinnar.