Níu mexókóskir nemar týndust í febrúar eftir að hafa lagt af stað í útskriftarferð. Lík þeirra fundust á sunnudaginn. Viðkvæmir eru varaðir við lýsingum í fréttinni.
Sundurskorin lík níu nemenda sem hurfu í fríi í febrúar, hafa fundist í skotti bíls við úti í vegakanti. Lögreglan í suðurhluta Mexíkó gerði þessa hræðilegu uppgötvun um helgina eftir að vinahópurinn hvarf í útskriftarferðalagi sínu. Leit hafði staðið yfir í marga daga eftir að foreldrar þeirra létu vita af hvarfinu, en margir þeirra höfðu trúað því að þau myndu finnast á lífi.
Á sunnudaginn fundust lík kvennanna fjögurra og karlanna fimm, á aldrinum 19 til 30 ára, í farangursrými yfirgefins bíls á sveitavegi milli Puebla og Oaxaca, um 442 km frá Mexíkóborg. Fyrsta skoðun sýndi skotsár og merki um pyntingar á líkama þeirra, að sögn mexíkóska dagblaðsins El Financiero.
Ungu fórnarlömbin sem borið hefur verið kennsl á eru þau Angie Lizeth, 29, Brenda Mariel, 19, Jacqueline Ailet, 23, Noemi Yamileth, 28, Lesly Noya Trejo, 21, Raul Emmanuel, 28, Ruben Antonio og Rolando Armando. Þau eru öll frá bænum Tlaxcala. Lögreglan hefur hafið rannsókn og vinnur að því að bera kennsl á níunda fórnarlambið. Lögreglumenn fundu einnig poka með átta pörum af afskornum höndum á staðnum og tvær hendur til viðbótar fundust í farangursrými bílsins, að sögn fjölmiðla á staðnum.
Hópurinn hafði áður verið á ferð á ströndinni þegar fyrst var tilkynnt um hvarfið í febrúar. Myndbandsupptökur frá eftirlitsmyndavélum, sem sýndi hópinn síðast á lífi þann 24. febrúar, sýndu bíl þeirra keyra eftir Atlixcayotl-hraðbrautinni nálægt bænum Atlixco, um 145 km vestur af þeim stað sem leifar þeirra fundust að lokum.
Lögreglan hefur enn ekki nefnt neina grunaða, en dómsmálaráðuneytið í Puebla sagði að það væri að vinna með samstarfsmönnum í Tlaxcala og Oaxaca að því að fylgja eftir fyrirspurnum. Á blaðamannafundi á mánudag sagði yfirmaður embættis ríkissaksóknara í Puebla, Idamis Pastor Betancourt: „Ég get ekki veitt upplýsingar. Það eru rannsókn í gangi, en ég get ekki upplýst um hana vegna trúnaðar. Allar viðeigandi rannsóknir eru gerðar. Þegar við höfum svar og rannsókninni er lokið munum við vera í aðstöðu til að veita frekari upplýsingar.“
Morðtíðni heldur áfram að hækka í Mexíkó, þar sem 30.000 manns voru drepnir árið 2023, síðasta árið fyrir tiltæk gögn. Það markaði ofbeldisfyllsta ár í nútíma sögu landsins, þar sem meirihluti morðanna tengdist fíkniefnaviðskiptum.