Þriðjudagur 11. mars, 2025
4.9 C
Reykjavik

Birna var rekin úr bíómyndinni: „Hefði bara átt að þegja og gera þennan viðbjóð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birna Pétursdóttir leikkona segist hafa verið rekin við gerð á hennar fyrstu bíómynd eftir að hún tjáði leikstjóranum að sér liði óþægilega. Hún hafði verið beðin um að taka þátt í atriði sem var að hennar sögn gróft og gekk lengra en hún hafði samþykkt. Leikstjórinn sagði henni að mæta ekki aftur.

Birna greinir frá þessu í viðtal við Gígju Hólmgeirsdóttur í Sunnudagssögum á Rás 2. Hún segist hafa kennt sjálfri sér um atvikið. „Ég kenndi mér æðisega mikið um þetta, hefði bara átt að þegja og gera þennan viðbjóð,“ sagði Birna sem leikur í fjölskyldusöngleiknum Benedikt Búálfi á Akureyri.

Birna lærði leiklist í Bretlandi en eftir útskrift bauðst henni hlutverk í kvikmynd sem var tekin upp í Berlín. Henni fór fljótlega ekki að lítast á blikuna. „Ég var búin að vera að æfa í nokkra daga á setti og fer í tökur, og þá byrja ég að finna að það er eitthvað ekki í lagi varðandi það til hvers var ætlast af mér af hálfu leikstjórans.“

Leikstjórinn þrýsti á hana að gera ýmislegt með mótleika sem hvorki hafði verið rætt fyrirfram né við æfingar. Hún segir það sem fór fram hafa verið bæði gróft og furðulegt. „Á endanum segi ég: Ég verð að fá að stíga út og tala við leikstjórann. Það er ekki sjálfgefið. Þetta er löngu fyrir #metoo og allt það en ég ákveð að það sé langbest að segja hvað ég er að hugsa.“

Viðbrögðin sem hún fékk komu henni á óvart en fyrst um sinn sagði leikstjórinn henni að fara heim og þau myndu svo ræða saman daginn eftir, sem hún og gerði. „Hann sagði: Ég er búinn að ræða við framleiðendur myndarinnar og við höfum ákveðið að fyrst þú ert að spyrja þessara spurninga og ert ekki tilbúin til að ganga langt fyrir myndina, þá hefurðu ekki trú á verkefninu sem við erum að vinna hérna og mátt bara fara.“

Hún tók þessu nærri sér fyrst um sinn. „„Ég fór heim og fannst ég ömurleg. Mér fannst ég hafa klúðrað tækifæri lífs míns og að ég hefði nú bara átt að þegja, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og gera það sem beðið var um.“

- Auglýsing -

Þegar #metoo hóf göngu sína áttaði hún sig þó á því að hún hefði gert hið rétta í stöðunni. Myndin hafi svo auk þess verið frekar léleg á endanum. „En hún kom út eftir dúk og disk og var ekki það frábær. Það kannski hlakkaði pínu í mér því svo kemur á daginn, eins og þegar #metoo dæmið fer í gang, að maður er bara: Já, ókei. Þetta er bara landlægur fjandi og er úti um allt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -