Karlmaður á fertugsaldri kveikti í sjálfum sér fyrir slysni þegar hann var að bera eld að bíl inn á einkalóð. Í myndbandi sem birst hefur af íkveikjunni má sjá eld blossa upp í bílnum og kviknar í framhaldinu í brennuvarginum. Í kjölfarið flýr hann vettvang og sést á myndbandinu að eldur logaði í fötum mannsins meðan hann flúði í burtu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Corona í Kaliforníu, þar sem íkveikjan átti sér stað, segir að brennuvargurinn hafi sest í jeppa sem lagt var skammt frá og var honum keyrt í burtu í flýti. Bílinn sem kveikt var í er gjörónýtur að sögn lögreglu og þá urðu einnig skemmdir á húsi sem bílnum hafði verið lagt við. Brennuvargurinn gengur ennþá laus.