Þjálfari kvennaliðs Chelsea í fótbolta – Sonia Bompastor – sendi nýverið frá sér ævisögu sína; þar opinberar hún ýmislegt um einkalíf sitt í fyrsta skipti, en þetta kemur fram á mbl.is.
Það helsta er er langtímasamband hennar með Camille Abily; þær eiga saman fjögur börn.
Þær voru liðsfélagar hjá Lyon sem og franska landsliðinu á tímabili og eru báðar á meðal 10 leikjahæstu leikmanna franska landsliðsins.
En þrátt fyrir að þær væru þekktar gátu þær haldið sambandi sínu leyndu í meira en áratug:
„Okkur líður ekkert sérstaklega vel með að opinbera þetta. Það er skrítið að segja frá þessu í fyrsta sinn. Þetta hafa verið 13 ár af lygum en við viljum aðeins fá að lifa fullkomlega eðlilegu lífi,“ sagði Sonia við RMC í Frakklandi.