Þriðjudagur 11. mars, 2025
4.4 C
Reykjavik

Davíð Oddsson hlær að fjölmiðli fátækra og kúgaðra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Staksteinum Morgunblaðsins er hæðst að hugmyndum Gunnars Smára Egilssonar um fjármögnun fjölmiðils fátækra og kúgaðra. Staksteinar er hluti af ritsjórnarefni Morgunblaðsins en þar er Davíð Oddsson vanur að skjóta á menn og málefni úr launsátri.

Fyrirsögnin er Skattgreiðendum snýtt en þar er byrjað á að segja frá fréttum um þær fjárhæðir sem Sósíalistaflokkurinn vann sér inn í nýafstöðnum kosningum sem verður um það bil 120 milljónir yfir næsta kjörtímabili.

„Þetta fé ætlar flokkurinn meðal annars að nota til þess að fjármagna róttækan fjölmiðil, samkvæmt því sem Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sagði í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í morgun,“ skrifar Davíð og heldur áfram. „Slíkur miðill er þegar til og Gunnar Smári verið í forgrunni hjá Samstöðinni, sem er „samfélags-sjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla,“ eins og segir á vef stöðvarinnar.“

Í lokaorðum sínum skýtur Davíð fast á Gunnar Smára, „Við ætlum að byggja upp fjölmiðla til að styrkja rödd hinna fátæku og kúguðu,“ sagði Gunnar Smári í viðtalinu. „Gæti ekki farið vel á því að hinir fátæku og kúguðu byrjuðu á því að borga til baka milljónatugina sem þeir hlupu frá síðast þegar Fréttatíminn þeirra fór á hausinn?“

Til gamans má geta þess að Morgunblaðið hlaut 100 milljónir í Ríkisstyrk af 400 milljónum sem einkareknum fjölmiðlum var veitt í fyrra. Verður að teljast þetta skot Davíðs um gjaldþrot Fréttatímans staksteinakast úr glerhúsi í ljósi þess að sjálfur setti Davíð Seðlabanka Íslands á hausinn í Hruninu 2008 og var það í fyrsta skipti í sögu heimsins sem seðlabanki fór á hliðina. Davíð Oddsson, sem Time Magazine útnefndi sem einn af 25 sökudólgum hrunsins 2008 hefur áður hæðst að fátækum og kúguðum en fræg er sagan þegar hann var spurður í viðtali árið 2003, hvað honum fyndist um sífellt lengri raðir fyrir utan Mæðrastyrksnefnd. „Fólk safnast alltaf saman þegar eitthvað er ókeypis,“ svaraði þáverandi forsætisráðherra Íslands. Og komst upp með það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -