Rúrik Gíslason fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, ofurfyrirsæta og áhrifavaldur er heldur betur að gera það gott.
Á tímabilinu mars 2021 og fram til september 2022 náðu netfréttir í Þýskalandi er fjölluðu um Rúrik Gíslason, til tæplega 4 milljarða lesenda.
Að meðaltali birtist umfjöllun um Rúrik í 50 þýskum netmiðlum á mánuði á umræddu tímabili.

Við allt þetta bætist umfjöllun um Rúrik í prentmiðlum, sjónvarpi sem og á samfélagsmiðlum.
Rúrik er sáttur.
„Þetta skapar virði mitt. Ef þessar tölur eru háar getur umboðsskrifstofan mín hækkað verðið ef ég er til dæmis beðinn um að mæta á viðburði þar sem fjölmiðlaáhugi er mikill.
Ég finn að nafnið mitt stækkar og stækkar í Þýskalandi. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Rúrik í spjalli við mbl.is.