Glúmur Baldvinsson segir frá því í nýrri færslu á Facebook að hann hyggist sækja um forstjórastöðu Úrvinnslusjóðs.
Hann segir að frá blautu barnsbeini hafi draumur hans ætíð verið að fylgja ástríðu sinni sem í sér í lagi séu mjólkurfernur:
„Þegar ég var lítill púki á Ísafirði var ég einatt spurður hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór? Ekki stóð á svari. Forstjóri Úrvinnslusjóðs! Það var ætíð minn draumur og ekkert annað kom til greina enda fullur ástríðu og forvitni um drasl og kúk og skít og lífsins niðurgang en sér í lagi mjókurfernur. Og nú fimmtíu árum síðar er starfið loks á lausu Svo kannski er bið mín á enda og markmiðinu loksins náð eftir alla þessa áratuga þrautaniðurgöngu.“
Úrvinnslusjóður auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Á föstudaginn síðastliðinn barst tilkynning frá Úrvinnslusjóði um brotthvarf Ólafs Kjartansson úr framkvæmdastjórastóli. Í kjölfarið var staðan auglýst deginum seinna. Töluvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum, einkum sökum þess að 12 mánaða starfslokasamningur var gerður við Ólaf . Stjórnarformaður sjóðsins hefur neitað fyrir að afsögn Ólafs sé sökum skandals um mjólkurfernubruna sem Heimildin fletti ofan af.
Glúmur má halda niðri í sér andanum ögn lengur þar sem forstjórastaðan er ekki í boði, en hér er færslan hans í heild: