Miðvikudagur 19. mars, 2025
6.8 C
Reykjavik

Reebok Fitness fer að óskum kúnnans og opnar ekki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið hefur verið rætt um opnanir nokkurra líkamsræktarstöðva í dag. World Class og Sporthúsið ákváðu að opna í morgun þrátt fyrir miklar takmarkanir. Það má aðeins fara í fyrirfram pantaða hópatíma að hámarki 19 manns. Neytendavakt man.is veltir því upp hvernig fyrirkomulagi við innheimtu á áskriftarkortum sé háttað. Flestar líkamsræktarstöðvar hafa fryst áskriftarkortin á meðan lokanir hafa staðið yfir, þó ekki allar og nú er spurning hvort þær stöðvar sem ætli að opna muni afþýða kortin?

Gera má ráð fyrir að þúsundir eigi líkamsræktarkort og í dag komust færri að en vildu þar sem uppbókað var í flesta tíma enda er um miklar takmarkanir að ræða. Þá er óvíst hvort þessar opnanir nýtist öllum en margir hafa ekki áhuga á hópatímum, nýta sér alla jafna bara tækjasalinn sem nú er lokaður ásamt sturtum og búningsklefum.

Eigandi Sporthússins sagði í samtali við neytendavakt man.is í morgun að enn væri óvissa með útfærslu á innheimtu mánaðargjalda. Breytingar séu örar og því sé þetta allt saman enn í skoðun.

Ekki hefur náðst í eigendur World Class.

Tvær aðrar líkamsræktarstöðvar sem neytendavaktin hefur verið í sambandi við, Hreyfing og Reebok Fitness hafa ákveðið að hafa áfram lokað.

„Við ákváðum að spyrja viðskiptavini okkar á samfélagsmiðlum,“ segir Ágúst Ágústsson hjá Reebok Fitness. Þessi óformlega skoðanakönnun skilaði afdráttarlausri niðurstöðu: Halda baráttunni gegn veirunni áfram með því að hafa lokað.

- Auglýsing -

En hvernig er áskriftarmálum háttað? „Stutta svarið er að það var rukkað eðlilega seinustu mánaðarmót áður en lokunin brast á og við munum leita leiða til að bæta meðlimum upp tapaðan tíma.“

Ágúst segir að eftir að líkamsræktarstöðvum var gert að loka í vor hafi meðlimum verið gefinn kostur á að velja sér sína uppbót og rúmlega það.

- Auglýsing -

„Það var t.d. í formi inneignar upp í námskeið seinna, tímabili bætt aftan við lok áskriftar án greiðslu, bjóða vini eða fjölskyldumeðlimi með sér í ræktina og svo síðasti valkosturinn að þiggja engar bætur og standa með sinni stöð í gegnum þetta.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu margir þáðu enga uppbót „það voru margir sem áttuðu sig á því að það gengur ekki til lengdar fyrir svona félagslega mikilvæga starfsemi að vera án tekna. Þetta fólk áttaði sig á því að við gætum þurft þeirra stuðning til að geta opnað okkar dyr að fullu eftir að náð hefur verið einhverri stjórn á þessum faraldri, svo við gætum verið til staðar fyrir þau.“

Hann segir alla hjá RF virkilega gera sitt besta til að koma til móts við alla.

„Það er bara vonandi að það náist stjórn á ástandinum og við komumst loksins í einhverja eðlilega útgáfu af daglegu lífi sem fyrst.“

Hjá Hreyfingu fengust þessar upplýsingar:

  • Staðgreidd kort verða framlengd sjálfkrafa um þann tíma sem lokað verður.
  • Aðildir – mánaðarleg áskrift:
    Nóvember æfingagjöldin verða lægri sem nemur lokunartíma í október.
  • Námskeið sem eru í gangi:
    Þau verða kláruð um leið og Hreyfing fær að opna aftur.
  • Námskeið sem áttu að hefjast 12. október:
    Námskeiðin fá nýja upphafs dagsetningu. Þú færð tilkynningu frá okkur um leið og það skýrist hvenær hægt verður að byrja með ný námskeið.„Enginn greiðir neitt en meðlimir eru samt sem áður með aðgang að fjölbreyttum æfingum á Hreyfing heimaog á Mínum síðum á meðan á þessu stendur,“ segir Tinna Brynjólfsdóttir hjá Hreyfingu.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -