Miðvikudagur 9. júlí, 2025
11.8 C
Reykjavik

Íslendingur kom upp um rússneska njósnara: „Tveir af njósnurum erlends stórveldis stóðu afhjúpaðir“

Ragnar við gamla Morris bifreið sína á gatnamótunum þar sem leynifundurinn átti að fara fram. Ljósmynd: Vísir

Styrmir Gunnarsson heitinn er ekki eini njósnari Íslandssögunnar. Á meðan Styrmir njósnaði um vinstrisinnaða Íslendinga fyrir Bandaríkin og Sjálfstæðisflokkinn, reyndu Sovíetmenn að fá Ragnar nokkurn Gunnarsson til lags við sig. Árið 1962 hafði Ragnar samband við lögregluna og tjáði þeim frá því að Sovíetmenn væru að biðja hann um að gerast njósnari í þeirra þágu. Við tók reyfarakennd atburðarás sem varð til þess að tveir njósnarar frá Sovéska sendiráðinu voru reknir frá landinu með skömm.

Morgunblaðið fjallaði um málið fyrst allra og gerði það ítarlega. Hér er brot úr fyrstu fréttinni frá þeim um málið, þann 27. febrúar 1962:

„TVEIR RÚSSNESKIR SENDIRÁÐSSTARFSMENN hafa verið staðnir að verki við njósnastarfsemi hér á landi. Reyndu þeir að fá íslending, sem fyrir nokkrum árum var boðið til Rússlands í æskulýðssendinefnd og hefur verið flokksbundinn kommúnisti, til að njósna fyrir sig. Þegar hann sá að ætlazt var til landráðastarfsemi af honum, gaf hann sig fram við lögregluna og aðstoðaði hana við að upplýsa málið. RÚSSARNIR ætluðu að bera fé á íslendinginn, Ragnar Gunnarsson, til þess að fá hann í sína þjónustu og höfðu mestan áhuga á Keflavíkurflugvelli og mannvirkjum varnarliðsins. HINUM rússnesku sendiráðsmönnum hefur að sjálfsögðu verið vísað úr landi, og hafa fregnir af atburði þessum vakið geysiathygli. Í gærkvöldi skýrðu helztu fréttastofnanir og útvarpsstöðvar rækilega frá þessari njósnastarfsemi.

 

Njósnararnir í sendiráðsbílnum
Ljósmynd: Vísir

Njósnirnar beindust m.a. að Keflavíkurflugvelli.

Bréf dómsmálaráðuneytisins til utanríkisráðuneytisins:

Hér með sendist utanríkisráðuneytinu yfirlitsskýrsla, varðandi tilraunir tveggja starfsmanna
sendiráðs Sovétríkjanna hér í borg til þess að fá íslenzkan ríkisfoorgara til að starfa að njósnum fyrir þá hér á landi. Svo sem sjá má af skýrslu þessari hafa umræddir starfsmenn,
Lev Kisilev, 2. sendiráðsritari, og Lev Dimitriev, sendiráðsstarfsmaður, leitað til íslenzks manns, Ragnars Gunnarssonar, Reykjavöllum í Mosfellssveit, og falið honum upplýsingasöfnun sem fram hefir átt að fara með leynd, og greitt honum peninga, að því er aetla verður í því skyni að fá hann til að halda áfram slíkri starfsemi. Ennfremur kemur fram af skýrslunni að upplýsinga söfnun þessari er m.a. beint að Keflavíkurflugvelli og að starfsmönnum á flugvellinum, sem jafnframt er varnarstöð samkv. varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna og á vegum Atlantshafsbandalagsins, sem ísland er aðili að. Atferli þetta er sannað með framburði hins íslenzka aðila og staðfest með framburði lögreglumanna, er í eitt sinn voru áheyrendur að viðræðum hans við hlut aðeigandi sendiráðsstarfsmenn, og ennfremur er stuðst við fleiri gögn. Atferli slíkt, sem hinum erlendu sendiráðsstarfsmönnum hér er borið á brýn, mundi, ef hlutaðeigendur heyrðu undir íslenzka lögsögu, verða heimfært undir 93. grein almennra hegningarlaga. Er málefni þetta hér með falið utanríkisráðuneytinu til viðeigandi meðferðar.“

Af hverju Ragnar?

En hver var Ragnar Gunnarsson og af hverju höfðu Rússarnir svona mikinn áhuga á honum? Ragnar var félagi í Menningarsambandi Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, MÍR, og  hann var fyrrverandi stjórnarmaður í Dagsbrún sem og félagi í Sósíalistaflokknum. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann frá kynnum sínum af Rússunum og útskýrði ástæðuna fyrir því að þeir höfðu áhuga á að fá aðstoð hans við njósnir. Þar kom fram að vegna þess að hefði verið félagi í Sósíalistaflokknum og árið 1953 var honum boðið til Rússlands á vegum Andfasistanefnd Sovétæskulýðsins eins og hún kallaðist. Í þeirri ferð kynntist hann túlki að nafni Júrí Stepanovitstj en ættarnafnið fékk hann aldrei. Sá var líklega njósnari því sex árum síðar bankaði sendiráðsritari sovéska sendiráðsins á dyr heima hjá Ragnari og sagðist vilja bera honum kveðju frá Júrí. Við tók sífelldar hringingar og heimsóknir sendiráðsritarans til Ragnar þar sem hann nauðaði ítrekað í honum að útvega  Sovétmönnum hinar ýmsu upplýsingar. Sá maður fór að endingu aftur til Rússlands en annar maður tók stöðu hans innan sendiráðsins, maður að nafni Leb Kisilev. Með á fundum þeirra Ragnars var annar starfsmaður sendiráðsins, túlkurinn Leb Dimitriev.

Njósnararnir í haldi lögreglunnar.
Ljósmynd: Morgunblaðið

Bond-leg handtaka

Fengu Rússarnir tveir Ragnar til þess að afla upplýsinga um fólkið sem bjó á móti Kisilev, á Ránargötu 22 því Rússanum grunaði að það fólk væri að njósna um hann. Ekki gat Ragnar séð að þær grunsemdir ættu við rök að styðjast. að fá upplýsingar um mögulegar fyrirætlanir Bandaríkjamanna á að byggja kafbátastöð við Íslands. Þá vildi hann að Ragnar kæmist yfir upplýsingar um Keflavíkurflugvöll og svæði varnarliðsins.  Ragnari leyst ekki á blikuna og hafði samband við lögregluna, sem plottaði handtöku á tveimur starfsmönnum sendiráðs Sovíetríkjanna.

Lögreglumennirnir földu sig meðal annars bakvið þennan steypta vegg með talstöðvar og mótorhjól og biðu færis.
Ljósmynd: Morgunblaðið

Hér kemur lýsing Morgunblaðsins á Bond-legri handtökunni:

„LÖGREGLAN hafði mikinn viðbúnað fyrir fund rússnesku njósnaranna, Kisilevs og Dimitrievs við Ragnar Gunnarsson ,sl. mánudagskvöld. Stefnumótið hafði verið ákveðið kl. 8,30 um kvöldið á vegamótum Úlfarsfellsvegar og Hafravatnsvegar. Ákveðið hafði verið, að þetta kvöld skyldu Rússarnir afhjúpaðir, hvernig sem fundi þeirra og Ragnars lyktaði. Þegar klukkan 7 um kvöldið, 1 og 1/2 klukkustund áður en stefnumótið átti að vera, höfðu lögreglumenn tekið sér varðstöðu við öll vegamót á Hafravatnssvæðinu. Lögreglumennirnir, yfir 20 í allt, höfðu samband sín á milli í talstöðvum. Þeir leyndust bak við gamla bragga, í
húsarústum eða voru í hvarfi við hóla. Í grenndinni var yfirsakadómarinn og lögreglustjórinn í bifreið og fylgdust þeir með öllu, sem fram fór. Allt fór fram eins og áætlað hafði verið. Rússarnir komu á tilsettum tíma, og annar þeirra fór upp í bíl
Ragnars. En bak við framsætið leyndust tveir rannsóknarlögreglumenn. — Þeir höfðu einnig talstöð. Á þeirri stundu, sem Rússinn tók eftir Iögreglumönnunum í bílnum, var leiknum lokið. Þeir gerðu þegar viðvart í talstöðina og lögreglubílar komu á fullri ferð úr öllum
áttum. Þannig lauk ævintýralegasta njósnamáli, sem uppvíst hefur orðið um á íslandi.
Tveir af njósnurum erlends stórveldis stóðu afhjúpaðir.“

Kort sem sýnir ferðir Rússanna á leynifundinn.
Teikning: Morgunblað

Baksýnisspegill þessi birtist upphaflega 11. mars 2022

 

 

Ferðamaður kýldur í andlitið við biðstöð á Snorrabraut: „Drullumörður“

Biðstöðin. Ljósmynd: nicetravel.is

Ferðamaður var kýldur í andlitið um fjögur leytið í dag, þar sem hann stóð við rútubiðstöð á Snorrabraut. Gerandi gekk því næst inn í hús við götuna.

Starfsmaður ferðaþjónustu sagði frá því í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að karlmaður hafi gengið að ferðamanni við „bus stop 9“ á Snorrabraut og kýlt hann í andlitið. Við færsluna birti hann ljósmyndir sem sýnir blóðugar hendur ferðamannsins og ljósmynd af meintum geranda við útidyr á Snorrabraut. „Þessi drullumörður gekk upp að ferðamanni á bus stop 9 og kýldi hann í andlitið að ástæðulausu,“ skrifaði ferðaþjónustuaðilinn og bætti við að meintur gerandi hafi síðan gengið inn í hús við Snorrabraut og spurði hvort einhver vissi hvort einhver vissi „eitthvað um þennan skúrk“.

Mannlíf heyrði í Ásmund Rúnar Gylfason, stöðvarstjóra hjá lögreglustöðinni við Hlemm, sem er steinsnar frá vettvangi árásarinnar. Sagði hann blaðamanni að ekki væri búið að færa málið inn í kerfið en útilokaði ekkert, það geti verið svo stutt síðan árásin varð.

Í uppfærslu á færslu ferðaþjónustuaðilans kemur fram að ferðalangurinn sé kominn upp í flugvél en að lögreglan hafi verið látin vita af málinu.

Tvítugi neminn finnst ekki enn – Fjölskyldan óttast að henni hafi verið rænt

Fjölskylda týnda Pittsburgh-háskólanemans, Sudiksha Konanki, óttast að henni gæti hafa verið rænt í Dóminíska lýðveldinu.

Sjá einnig: Tvítugur nemi í vorfríi hvarf sporlaust – Sást síðast á ströndinni

Yfirvöld á staðnum hafa gefið til kynna að hinn tvítugi læknanemi hafi líklega drukknað eftir að hafa hoppað í sjóinn snemma á fimmtudagsmorgun þegar Konanki var í vorfríi með vinum sínum á Riu Republic Resort í Punta Cana.

Vonandi finnst hún heil á húfi blessunin.

Fjölskylda hennar efast hins vegar um þá útskýringu. „Það eru liðnir fjórir dagar og ef hún væri í sjónum hefði henni líklega skolað á land,“ sagði faðir týnda nemandans, Subbarayudu Konanki, við wtop.com. Bætti hann við: „Hún finnst ekki, svo við biðjum þá um að kanna aðra möguleika, eins og mannrán eða brottnám.“

Pabbinn flaug frá heimili sínu í Virginíu til Punta Cana með eiginkonu sinni og tveimur fjölskylduvinum um leið og hann áttaði sig á dóttur hans var saknað.

Þau lögðu fram sakamálakæru þar sem þau þrýstu á Dóminíska yfirvöld að „gera tafarlausar ráðstafanir til að kanna ekki aðeins möguleikann á drukknun fyrir slysni, heldur einnig möguleikann á mannráni eða glæpsamlegum verknaði,“

„Eigur hennar, þar á meðal persónulegir hlutir eins og síminn hennar og veski, voru skildir eftir hjá vinum hennar, sem er óvenjulegt því hún var alltaf með símann sinn með sér,“ sagði í kærunni.

Sudiksha, nokkrir vinir og „nokkrir aðrir strákar sem þau hittu á dvalarstaðnum“ fóru á ströndina um 4:00 eftir að hún sagði vinum sínum að hún væri á leið í partý, sagði faðir hennar við CNN. „Eftir það komu vinir hennar aftur eftir nokkurn tíma og dóttir mín kom ekki aftur, kom ekki af ströndinni,“ sagði faðir hennar.

Konanki og fleiri sáust á eftirlitsmyndum nálægt ströndinni skömmu áður en hún hvarf.

Embættismenn á dvalarstaðnum sögðu að vinir hennar hafi tilkynnt hvarf hennar um klukkan 16:00. á fimmtudag, um 12 tímum eftir að hún sást síðast, þegar hún fannst ekki í herberginu sínu.

„Þeir leituðu með þyrlum og eftir öðrum leiðum. Þeir leituðu einnig í nærliggjandi flóa, runnum og trjám. Þeir fóru margsinnis um sömu svæðin,“ sagði þjáður faðir hennar við CNN.

Stofnanir frá heimili Konanki í Virginíu, ásamt indverska sendiráðinu í Dóminíska lýðveldinu, hafa aðstoðað við leitina en Konanki er indverskur ríkisborgari.

Alríkislögreglan, DEA, Rannsóknarmenn Heimavarnar (e. Homeland Security Investigations) og lögreglan í Pittsburgh-háskóla aðstoða við rannsókn dóminísku ríkislögreglunnar, að sögn lögreglustjórans í Loudoun-sýslu, Virginia, þaðan sem Konanki er.

Þá hefur Pittsburgh-háskólinn verið í sambandi við fjölskyldu hennar.

Konanki var á dvalarstaðnum með fimm öðrum kvenkyns námsmönnum frá Pittsburgh-háskóla, að sögn lögreglustjórans í Loudoun-sýslu.

 

 

Eru laun borgarstjóra Reykjavíkur of há?

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri

Mikil umræða ríkti um helgina um kaup og kjör borgarstjóra Reykjavíkur en viðkomandi fær 2.628.812 krón­ur á mánuði samkvæmt ráðningar­samn­ingi. Sumir hafa bent á að launin séu hærri en hjá borgarstjórum stórborga sem milljónir einstaklinga búa í. Aðrir hafa bent á kaupmáttur spili hlutverk þar inn í og ekki sé sanngjarnt að bera saman laun á þann máta.

En við spyrjum lesendur Mannlífs: Eru laun borgarstjóra Reykjavíkur of há?

This poll has ended (since 3 months).
85.37%
Nei
14.63%

Maður á áttræðisaldri lést í bílslysinu í Berufirði – Bænastund í Heydalakirkju

Haldin verður sérstök kyrrðar- og bænastund í Heydalakirkju í kvöld vegna hins hræðilega bílslyss er varð í Berufirðinum í gærmorgun. Maður á áttræðisaldri lét lífið í slysinu og þrír slösuðust illa.

Heydalakirkja

Fram kemur hjá Austurfrétt að lögreglan sé enn að rannsaka tildrög slyssins en tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust harkalega saman um klukkan 11:30 í gær.

Ekki þurfti aðeins báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar til að fljúga slösuðum til Reykjavíkur, heldur þurfti einnig að notast við tækjabíla til að komast að hinum slösuðu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er enginn hinna slösuðu í lífshættu.

Kyrrðar- og bænastundin hefst klukkan 20:00 í kvöld en það verður beðið fyrir hinum slösuðu og fólk mun hugga hvort annað.

Borgin setur 200 milljónir í hraðahindranir

Skeiðarvogur - Mynd: Ja.is

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um að farið verði framkvæmdir á hraðahindrunum í borginni en áætlað er að þær muni kosta 200 milljónir króna. Um er endurgerðir á hraðahindrunum að ræða.

Verkefnið felur í sér jarðvinnu, malbikun, uppsetningu umferðarmerkja og yfirborðsmerkinga, auk lagningar granítkantsteina og upprampa samkvæmt borginni og er áætlað að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september. Þá verður götunum að einhverju leyti lokað meðan verkefnið stendur yfir.

Á árinu 2025 verða endurgerðar eftirtaldar hraðahindranir:

  • Við Álfheima í Laugardal
  • Við Skeiðarvog í Laugardal
  • Við Listabraut í Háaleitis- og Bústaðahverfi
  • Við Langarima í Grafarvogi
  • Í Norðurfelli við Fannarfell
  • Í Norðurfelli við Eddufell
  • Í Suðurhólum
  • Í Austurbergi við Suðurhóla
  • Í Vesturhólum við Arahóla

Lætur „bjána“ og „fávita“ heyra það: „Eyðir löngum tíma í að búa til fáránlegar lygar um þig“

Alexandra Briem. Ljósmynd: Facebook

Alexandra Briem lætur fordómafulla fávita heyra það.

Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, skrifaði í dag færslu á Facebook sem snert hefur strengi margra en þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað manns líkað við hana. Umfjöllunarefni Alexöndru eru fordómar gagnvart trans fólki en sjálf er hún trans kona. Segist hún ekki mæla með því að tilheyra minnihlutahópi sem „bjánar úti í heimi“ herja á og „hópur fávita“ eyða miklum tíma í að búa til lygar um. Færsluna má lesa hér:

„Nb. ef þið hafið aldrei prófað að tilheyra þeim minnihlutahóp sem einhverjir bjánar úti í heimi hafa ákveðið að menningarstríðið skuli snúast um, þar sem allt í einu allir þurfa að hafa skoðun á þér, hvað þú sért, hvað sé í gangi í kollinum á þér, hvað þú sért með í buxunum, hvort þú megir stunda íþróttir, hvort það að þú segir frá því hvað það sé að vera þú ætti að flokkast sem kynferðisbrot, hvort það að segja ekki frá því hvað þú ert sé óheiðarlegt, hvort þú ættir yfir höfuð að fá að vera til, þar sem hópur fávita eyðir löngum tíma í að búa til fáránlegar lygar um þig til að snúa fólki gegn þér, þá mæli ég ekkert sérstaklega með því.“

Eins og áður segir hefur færsla Alexöndru snert strengi hjá mörgum en einn af þeim sýnir henni stuðning er Dagur B. Eggertsson, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur:

„Sendi þér mína hlýjustu strauma og stuðning kæra Alexandra!“

Leikkona blessar landsmenn í Fossvogi

Fossvogsprestakall - Mynd: Þjóðkirkjan

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir tveimur prestum til þjónustu við Fossvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og hefur verið tilkynnt um hvaða einstaklingar hafa fengið stöðurnar.

Um er að ræða tvær konur en önnur þeirra er séra Laufey Brá Jónsdóttir en hún hefur verið sóknarprestur í Setberegsprestakalli síðan 2023. Laufey hefur margs konar menntun en kláraði leiklistarnám í LHÍ og muna eflaust margir eftir henni úr kvikmyndinni Íslenski Draumurinn þar sem hún fór með hlutverk Silju. Hún er einnig með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og er með menntun markþjálfa. Þá starfaði hún lengi sem ráðgjafi hjá Kvennaathverfinu.

Þá var séra Sigríður Kristín Helgadóttir einnig ráðin að fullu en hún hafði verið í afleysingum síðan síðasta vetur. Hún hafði áður starfað sem sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli frá 2020.

Forstöðumanni hjá Akureyrarbæ sagt upp eftir ásakanir um kynferðislega áreitni

Akureyri

Akureyrarbær hefur sagt upp forstöðumanni umhverfis- og sorphirðumála en hún hefur verið í leyfi eftir að ásakanir komu fram um kynferðislega áreiti á árshátíð sem átti sér stað í fyrra. 

RÚV greinir frá þessu og segir að málið hafi verið í ferli hjá Akureyrarbæ og að fleiri hafi stigið fram og sagt frá vafasamri hegðun forstöðumannsins. Yfirmaður konunnar vildi ekki tjá sig við RÚV um uppsögnina.

Sorphirðumálin á Akureyri hafi verið í sviðljósinu að undanförnum eftir að bæjarfélagið skipti út tunnum íbúa í framhaldi þess að ný reglugerð um flokkun var sett. Mikil óánægja ríkir um slíkt hjá bæjarbúum samkvæmt RÚV. Þá var einnig greint frá því að barnsfaðir forstöðumannsins, sem nú hefur verið sagt upp, hafi verið ráðinn ráðgjafi í endurvinnslumálum. Sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs lét hafa eftir sér að það hafi verið mistök að gerð í þeim málum vegna tengsla mannsins við forstöðumanninn.

Doctor Who og Harry Potter-leikari látinn: „Hann var virkilega yndislegur“

Blessuð sé minning hans.

Simon Fisher-Becker, sem lék meðal annars í Harry Potter og Doctor Who, er látinn, 63 ára að aldri.

Umboðsmaður hans, Kim Barry, hjá Jaffrey Management, sagði í yfirlýsingu: „Í dag missti ég ekki aðeins skjólstæðing í Simon Fisher-Becker, heldur náinn persónulegan vin til 15 ára. Ég mun aldrei gleyma símtalinu sem ég hringdi til hans þegar honum bauðst hlutverk Dorium Moldovar í Dr Who hjá BBC. Simon var líka rithöfundur, sagnamaður og frábær ræðumaður. Hann hjálpaði mér gríðarlega og var góðhjartaður, rólyndur og áhugasamur um alla. Eiginmanni hans Tony, bróður hans, frænkum og systkinabörnum og urmuli aðdáenda hans votta ég samúð mína.“

Einnig heiðraði eiginmaður hans, Tony hinn látna leikara, en hann skrifaði í Facebook-færslu á laugardaginn: Halló allir. Þetta er Tony, eiginmaður Simons. Ég hef mjög sorglegar fréttir. Klukkan 2:50 síðdegis lést Simon. Ég mun halda þessum reikningi opnum í smá stund. Ég er ekki viss á þessum tímapunkti hvort ég mun birta eitthvað aftur. Takk fyrir.“

Simon, sem lék lítið hlutverk í Óskarsverðlaunamyndinni Les Miserables í „Master of the House“ söngatriðinu, lék einnig í nokkrum Doctor Who á BBC, þar sem hann lék hinn bláhúðaða Crespallion-svartamarkaðsmann, Dorium Maldovar.

Hann var líka heimilisdraugur Hufflepuff House, Fat Friar, í Harry Potter and the Philosopher’s Stone. Af öðrum sjónvarpsefni sem hann lék í  má nefna meðal annars One Foot in the Grave, The Bill, Doctors, Love Soup, Getting On og Afterlife.

Húsdraugurinn Fat Friar og Dorium Maldovar í Doctor. Who.

Aðdáendur hylltu leikarann ​​eftir fréttirnar af andláti hans voru gerðar opinberarað, á samfélagsmiðlunum. Einn sagði: „Sviðsrútínan hans var eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi. Indæll maður sem mat áhorfendur sína mikils. Hvíl í friði Simon, haltu áfram að skína.“ Annar skrifaði: „Mjög sorglegar fréttir. Ég hitti hann á samkomu fyrir nokkrum árum og hann var virkilega yndislegur.“

Þriðji aðdáandinn sagði: „Mínar dýpstu samúðarkveðjur til Tony og allra ástvina Simons. Dorium var frábært í Doctor Who, Simon negldi hlutverkið!“ Á sama tíma harmaði sá fjórði fréttirnar: „Engan veginn maður, þetta er svo mikil synd. Ég var vanur að senda honum skilaboð á Facebook og það var alltaf yndælt að tala við hann. Hann sendi mér eiginhandaráritun fyrir nokkru og vildi alltaf óska ​​mér til hamingju með afmælið á hverju ári. Á eftir að sakna hans.“

Ekki kom fram hver dánarorsökin eru.

 

Gervigreind og lífsgæði: Getur Ísland orðið fyrirmyndarríki framtíðarinnar?

Sigvaldi Einarsson

Gervigreind er ekki bara tækni – hún er hluti af lífi okkar

Á hverjum degi notar fólk gervigreind án þess að átta sig á því. Við treystum á hana þegar við leitum á netinu, notum raddstýringu í snjallsímum, fáum ráðleggingar um fjármál eða nýtum AI-stýrð leiðsögukerfi. En þessi bylting er rétt að byrja.

Spurningin sem Ísland þarf að svara er ekki hvort við eigum að taka þátt í AI-þróuninni, heldur hvernig við viljum móta samfélagið með henni.

Hugsum lengra: Getur Ísland orðið fyrirmyndarríki þar sem AI er nýtt til að bæta lífsgæði, stytta vinnuvikuna, bæta heilbrigðisþjónustu og auka jafnræði í samfélaginu?

Ísland 2025: Fyrstu skrefin í átt að AI-framtíð

Á Íslandi er þegar komin AI-aðgerðaáætlun til 2026, en skortur er á skýrri framtíðarsýn.

Hvar stöndum við núna?

Atvinnulíf er að taka fyrstu skrefin – Stórfyrirtæki á borð við Marel og Össur eru farin að nýta AI, en lítil og meðalstór fyrirtæki eru ekki enn með stefnu um AI-innleiðingu.

Stjórnsýslan þarf að vera skrefi á undan – AI getur gert opinbera þjónustu hraðari og skilvirkari, en enn er lítið gert til að innleiða tæknina með markvissum hætti.

Skólakerfið er óundirbúið – Börn í dag munu vinna störf sem enn eru ekki til, en AI-kennslufræði er lítið sem ekkert til staðar í skólakerfinu.

Ísland 2030: AI í þjónustu fjölskyldunnar og daglegs lífs

Ef Ísland tekur réttu skrefin næstu fimm árin getur samfélagið breyst til hins betra.

Vinnuvikan getur styst með hjálp AI

  • Með aukinni sjálfvirknivæðingu verður minna álag á einstaklinga og fyrirtæki.
  • Fleiri geta sinnt fjölskyldunni án þess að fórna atvinnuöryggi.

Heilbrigðisþjónusta verður persónulegri og aðgengilegri

  • AI getur greint sjúkdóma fyrr og hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að forgangsraða með betri upplýsingum.
  • Fólk fær hraðari þjónustu með snjallkerfum sem stjórna tímabókunum og meðferðarúrræðum.

Menntun verður sveigjanlegri og einstaklingsmiðuð

  • AI getur aðstoðað kennara og nemendur með sérsniðin námsefni og nýjar námsaðferðir.
  • Nemendur geta unnið í sínu eigin hraða og fengið stuðning eftir þörfum.

Ísland 2035: Getum við orðið fyrsta sjálfbæra AI-samfélagið?

Ef Ísland heldur rétt á spilunum getum við orðið eitt af fyrstu samfélögum heims þar sem AI er nýtt með mannlega velferð í fyrirrúmi.

AI getur gert lífið auðveldara fyrir alla – Frá húsverkunum til fjármálastjórnunar, AI gæti aðstoðað fólk við daglegar ákvarðanir.

Sjálfbærni með AI-stýrðri orkunýtingu – AI getur hjálpað til við að hámarka nýtingu rafmagns og draga úr sóun.

Jafnrétti og aukin tækifæri – AI getur veitt öllum sama aðgang að tækni, menntun og þjónustu, óháð staðsetningu eða samfélagsstöðu.

Hvað þurfum við að gera núna?

Til að tryggja að AI verði notað á réttan hátt þurfum við tafarlausar aðgerðir:

Innleiða AI í menntakerfið – Frá grunnskóla til háskóla þarf að kenna grunnatriði AI og stafræna færni.

Setja AI í samfélagslega stefnumótun – AI ætti að vera hluti af umræðu um vinnumarkað, jafnrétti og sjálfbærni.

Stofna AI-ráð innan stjórnkerfisins – Sérfræðingar í AI þurfa að taka þátt í stefnumótun stjórnvalda.

Niðurstaða: Gervigreind sem leið að betra lífi

AI er ekki ógn heldur tækifæri. Með réttum skrefum getur Ísland orðið fyrirmyndarríki í AI-notkun sem bætir lífsgæði, eykur jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og styður við sjálfbæra framtíð.

Við höfum valið – eigum við að leiða þessa þróun eða láta hana gerast án okkar?

Framtíðin er okkar að móta!

Höfundur: Sigvaldi Einarsson, gervigreindarfræðingur, bjartsýnismaður og raunsær hugsuður

 

Tugir landsfundagesta fengu sekt

Mikið var fjallað um landsfund Sjálfstæðisflokksins í öllum fjölmiðlum en hann var haldinn var í Laugardalshöll 28. febrúar til 2. mars.

Á fundinum var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður flokksins eftir baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Snorra Ásmundsson. Þá var Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður en hann sigraði Diljá Mist Einarsdóttur í kosningu þeirra á milli um embættið.

Mannlíf fjallaði um ástandið sem skapaðist fyrir utan höllina á meðan landsfundinum stóð yfir en tugum bíla var lagt ólöglega alla daga sem hann var haldinn. Mannlíf hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að fá upplýsingar um hversu margir fengu sekt við og í grennd við Laugardalshöll þá daga sem landsfundur stóð yfir en þegar ljósmyndari mætti á svæðið var lögreglan við sektarstörf.

Samkvæmt Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni umferðardeildar hjá lögreglunni, voru 69 sektir settar á bíla á svæðinu 28. febrúar til 2. mars.

Landsliðsmarkmaður selur snotra íbúð í Kópavogi

Sonný selur með svölum svölum

Knattspyrnukonan fyrrverandi Sonný Lára Þráinsdóttir hefur sett íbúð sína í Kópavogi til sölu en hún er fallega fjögurra herbergja íbúð á besta stað í bænum.

Sonný var lengi einn af bestu markvörðum landsins og spilaði á sínum tíma sjö landsleiki með Íslandi en hún lagði hanskana á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki árið 2020. Síðan þá hefur hún starfað sem mannauðsfulltrúi hjá Orkuveitu Reykjavíkur og RÚV en færði sig nýlega yfir til Toyota á Íslandi.

Íbúð hennar er á fimmtu hæð í lyftuhúsi og er 125 fm að stærð. Inn í þeirri stærð eru þó ekki yfirbyggðar svalir en þær eru 25 fm að stærð. Þá er sérbílastæði í sameiginlegu bílastæðahúsi. Sonný vill fá 91.900.000 krónur fyrir íbúðina og því ljóst að slegist verður um hana.

Mark Carney tekinn við sem forsætisráðherra Kanada: „Við megum ekki leyfa honum að ná sínu fram“

Mark Carney

Í gær var Mark Carney kosinn sem arftaki Justin Trudeau í stól forsætisráðherra Kanada, í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins.

Carney vann yfirburðasigur en hann hlaut 85,9 greiddra atkvæða, samkvæmt frétt AFP. Þýðir þetta að Carney muni taka við af Justin Trudeau sem forsætisráðherra Kanada og leiða flokkinn í komandi þingkosningum. Þar með líkur níu ára stjórnartíð Trudeau.

Frá árinu 2008 til 2013 var Carney seðlabankastjóri Kanada og seðlabankastjóri Englands frá 2013 til 2020. Í frétt RÚV kemur fram að Carney sitji ekki á kanadíska þinginu og hafi aldrei gegnt pólitísku embætti en þó slíkt sé afar sjaldgæft eru engar reglur sem kveða á um að forsætisráherra landsins þurfi að vera þingmaður.

Justin Trudeau kvaðst stoltur í kveðjuræðu sinni, af árangri stjórnar hans en varaði við því að nú væru varasamir tímar.

Eftir að Donald Trump tók til valda í nágrannaríki Kanada, náði Frjálslyndi flokkurinn sér aftur á strik eftir að hafa mælst í mikilli lægð í skoðanakönnunum að undanförnu. Sömu kannanir bentu til þess að Íhaldsflokkur Pierre Poilievre hefði um 20 prósenta forskot á hann. Trump hefur eins og frægt er, lagt háa innflutningstolla á Kanadískar vörur og hefur í þokkabót endurtekið hótað að innlima landið og kallað Kanada 51. ríki Bandaríkjanna. Þessu hafa Kanadabúar tekið vægast sagt illa og líklegt verður að teljast að sú óánægja skili sér í auknum vinsældum Frjálslyndra, þar sem skoðanir Íhaldsflokksins er nokkuð nær skoðunum Trumps.

Í sigurræðunni í gærkvöldi lagði Carney áherslu á efnahagsmálin og vék einnig orðum sínum að Trump:

„Bandaríkjamenn vilja auðlindirnar okkar, jörðina okkar, ríkið okkar,“ sagði hann. „Trump er að ráðast gegn kanadísku verkafólki, fjölskyldum og fyrirtækjum. Við megum ekki leyfa honum að ná sínu fram.“

 

Slagsmálahundar til rannsóknar hjá lögreglu

Það var ýmislegt að gera hjá lögreglu í nótt og greinir hún frá mörgu af því í dagbók sinni sem er hægt að lesa hér fyrir neðan

Tilkynnt var um ökumann sem keyrði á bíl og stakk af. Lögreglan reyndi að hafa upp á viðkomandi en hann fannst ekki. Bílstjóri var tekinn á 116 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80.

Þá var annar á 113 kílómetra hraða þar sem hámarkið var einnig 80. Skráningarmerki voru fjarlægð af 25 bílum af ýmsum ástæðum. Nokkrir voru teknir fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Þá er mál tveggja slagsmálahunda í rannsókn eftir atvik í umferðinni.

Neyð Sigurðar Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er af flestum í íslensku samfélagi ágætlega metinn. Hann er Framsóknarmaður með stóru effi og fáir núlifandi menn sem toppa hann í þeim efnum nema mögulega Guðni Ágústsson. Hann virðist þó vera búinn að missa dampinn og eldmóðinn miðað við skrif hans í Morgunblaðinu um helgina. Þar hendir hann fram 500 innantómum orðum um utanríkisstefnu landsins án þess að hafa neitt áhugavert, merkilegt eða nýtt að segja. Þarna er aðeins verið að minna á að Framsóknarflokkurinn sé vissulega til og er á móti ESB, eins og alþjóð veit.

Sigurður hefur verið á Alþingi síðan árið 2009 og eftir úrslit alþingiskosninganna 2024 hefði hann átt að segja af sér og leyfa nýrri kynslóð Framsóknarmanna skrifa greinar um eymdina í ESB og hina stórmerkilegu íslensku kú.

Því miður fyrir flokkinn féllu allir líklegir arftakar Sigurðar af þingi, þar á meðal varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir, og neyðist hann því að sitja áfram þar til fundinn er vænlegur arftaki …

Tvítugur nemi í vorfríi hvarf sporlaust – Sást síðast á ströndinni

Nemandi við háskólann í Pittsburgh hvarf í vorfrísferð (e. Spring Break) sinni til Dóminíska lýðveldisins og yfirvöld segja að hún hafi síðast sést rölta á ströndinni.

Sudiksha Konanki, 20 ára nemandi, hvarf þegar hún var á ferð með vinum sínum til Punta Cana, smábæjar í austurhluta eyríkisins. Konanki sást síðast klukkan 4:50 að staðartíma á fimmtudag á Riu Republica-dvalarstaðnum samkvæmt auglýsingu sem hefur verið deilt á netinu.

Sama auglýsing lýsir henni sem 160 cm há, með svart hár og birtir lista yfir fatnaðinn sem hún var í þegar hún hvarf. Hún var í brúnu bikiníi, með eyrnalokka, ökklamen og mörg armbönd.

Neminn sást síðast aðfararnótt fimmtudags

Háskólinn í Pittsburgh gaf út sína eigin yfirlýsingu en skólayfirvöld þar vinna með yfirvöldum í Virginíu og yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu til að reyna að finna Konanki.

Myndir af björgunartilraunum leitar- og björgunarteyminu Defensa Civil hafa verið birtar á netinu þar sem sjá má tugi fólks í appelsínugulum jökkum leita á eyjunni að Konanki frá og með gærdeginum.

Fjölmargir hafa leitað Kananki.

 

 

Donald Trump hótar Írönum hernaðaraðgerð: „Við skulum skera niður hernaðaráætlun okkar um helming“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna

Donald Trump skrifaði leiðtoga Írans bréf þar sem hann hótaði honum hernaðaraðgerðum ef ekki tækist að semja við hann um kjarnorku. Vill endurnýta kjarnorkuvopn Bandaríkjanna í stað þess að smíða ný.

Forseti Bandaríkjanna var í viðtali í fréttaþætti í síðustu viku um hættuna af eldflaugabirgðum um allan heim. Hann sagði í síðustu viku hvernig Bandaríkin og Rússland hefðu „langmest“ af slíkum birgðum en viðurkenndi að Kína muni ná þeim í lok áratugarins.

Í síðustu viku opinberaði Bandaríkjaforseti hversu áhugasamur um að endurnýta kjarnorkuvopn á ný ásamt Rússlandi og Kína í þeirri von að löndin gætu samþykkt að skera stórfelldar varnarfjárveitingar um helming. Hann sagði: „Það er engin ástæða fyrir okkur að smíða glæný kjarnorkuvopn, við eigum nú þegar svo mörg. Þau gætu eyðilagt heiminn 50 sinnum, 100 sinnum. Og hér erum við að smíða ný kjarnorkuvopn, og þeir eru að smíða kjarnorkuvopn. Við erum öll að eyða miklum peningum sem við gætum verið að eyða í aðra hluti, vonandi mun afkastameiri. „Einn af fyrstu fundunum sem ég mun fara á vil eiga með Xi Kínaforseta, Pútín Rússlandsforseta. Og ég vil segja: „Við skulum skera niður hernaðaráætlun okkar um helming.“ Og við getum gert það. Og ég held að við munum geta það.“

Forsetinn sagði einnig áður írönskum leiðtogum að hefja alvarlegar kjarnorkuviðræður í bréfi þar sem hann virtist ógna þjóðinni með hernaðaraðgerðum. Bandaríkjaforseti sagðist hafa skrifað Ayatollah Ali Khamenei og sagt honum að hann vonaðist til þess að þeir að „myndu semja“ vegna þess að ef þeir gerðu það ekki gæti stjórn hans „þurft að fara inn í með hjálp hersins.“

Hann sagði við viðmælendur Fox News að það yrði „hræðilegt“ að grípa til aðgerða og bætti við að hann gæti gert samning sem myndi skila árangri „alveg eins góð og ef þú vannst hernaðarlega.“

Hann sagði í viðtali, sem tekið var á fimmtudaginn en á að vera sjónvarpað um helgina: „Ég hef skrifað þeim bréf þar sem segir: „Ég vona að þið ætlið að semja því ef við þurfum að fara inn með hjálp hersins, þá verður það hræðilegt mál.“

 

 

Faraldur banaslysa í umferðinni – Barn lést er rúta rakst á fólksbíl

Þrjú banaslys hafa orðið í umferðinni á Íslandi síðustu fjóra daga.

Samkvæmt lögreglunni á Austurlandi var einn úrskurðaður látinn á vettvangi eftir umferðarslys á Austurlandi í dag en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík.

Klukkan 11:45 barst tilkynning um umferðarslys á þjóðvegi 1 milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs.

„Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri um að ræða og var allt tiltækt lið lögreglu sent á staðinn, sjúkralið í Fjarðabyggð auk tækjabifreiða frá Djúpavogi og úr Fjarðabyggð,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá voru tvær þyrlur Gæslunnar sendar á vettvang auk sjúkraflugvéla sem sendar voru austur á land.

Búast má við að vegurinn verði lokaður fram á kvöld, þar sem rannsókn lögreglunnar stendur enn yfir á vettvangi en rannsóknin er framkvæmd af rannsóknardeild lögreglustjórans á Austurlandi ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Þá tilkynnti lögreglan á Vesturlandi í dag að barn á öðru ári hefði látist í umferðaslysi á gatnamótum Vesturlandsvegar og Vestfjarðarvegar í Borgarfirði á fimmtudaginn. Í því slysi rákust fólksbíll og hópferðabíll saman en um 20 manns var í rútunni en þrír í fólksbílnum. Var þyrla Gæslunnar kölluð út en aðrir slösuðust ekki alvarlega.

Í dag var svo gerint frá því að ökumaður jeppabifreiðar hefði látist í árekstri er varð á milli tveggja bíla í Hrunavegi nærri Flúðum en rannsókn slyssins er á frumstigi.

 

 

Segir ofurlaun kjörinna fulltrúa sýna virðingaleysi: „Það er eitthvað mjög mikið að“

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri

Sólveig Anna Jónsdóttir segir ofurlaun kjörinna fulltrúa sýna mikið virðingaleysi gagnvart almenningi.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði Facebook-færslu í gær við frétt Morgunblaðsins um ofurlaun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í SÍS. Þar segir hún að ofurlaun kjörinna fulltrúa sýni gríðarlegt virðingarleysi pólitísku yfirstéttarinnar gagnvart almenningi.

„Fréttir af ofurlaunum lýðræðislega kjörinna fulltrúa sýna okkur það mikla virðingarleysi sem að ríkir gagnvart almenningi hjá pólitískri yfirstétt. Fólk sem hefur ekki tekið neina pólitíska áhættu eða stigið fram með traustvekjandi hugmyndir og lausnir á stórum vandamálum, í raun ekki sýnt sérstaka leiðtogafærni svo eftir sé tekið, er komið með svipuð laun og forríkir kapítalistar sem að lúta engu lýðræðislegu aðhaldi.“

Lokaorð Sólveigar Önnu eru sterk:

„Það er eitthvað mjög mikið að þegar stór og smá samfélagsleg vandamál fást ekki leyst og versna með hverju misseri en ráðamenn skammta sér engu að síður sífellt stærri bita af kökunni sem að vinna okkar skapar.“

 

Íslendingur kom upp um rússneska njósnara: „Tveir af njósnurum erlends stórveldis stóðu afhjúpaðir“

Ragnar við gamla Morris bifreið sína á gatnamótunum þar sem leynifundurinn átti að fara fram. Ljósmynd: Vísir

Styrmir Gunnarsson heitinn er ekki eini njósnari Íslandssögunnar. Á meðan Styrmir njósnaði um vinstrisinnaða Íslendinga fyrir Bandaríkin og Sjálfstæðisflokkinn, reyndu Sovíetmenn að fá Ragnar nokkurn Gunnarsson til lags við sig. Árið 1962 hafði Ragnar samband við lögregluna og tjáði þeim frá því að Sovíetmenn væru að biðja hann um að gerast njósnari í þeirra þágu. Við tók reyfarakennd atburðarás sem varð til þess að tveir njósnarar frá Sovéska sendiráðinu voru reknir frá landinu með skömm.

Morgunblaðið fjallaði um málið fyrst allra og gerði það ítarlega. Hér er brot úr fyrstu fréttinni frá þeim um málið, þann 27. febrúar 1962:

„TVEIR RÚSSNESKIR SENDIRÁÐSSTARFSMENN hafa verið staðnir að verki við njósnastarfsemi hér á landi. Reyndu þeir að fá íslending, sem fyrir nokkrum árum var boðið til Rússlands í æskulýðssendinefnd og hefur verið flokksbundinn kommúnisti, til að njósna fyrir sig. Þegar hann sá að ætlazt var til landráðastarfsemi af honum, gaf hann sig fram við lögregluna og aðstoðaði hana við að upplýsa málið. RÚSSARNIR ætluðu að bera fé á íslendinginn, Ragnar Gunnarsson, til þess að fá hann í sína þjónustu og höfðu mestan áhuga á Keflavíkurflugvelli og mannvirkjum varnarliðsins. HINUM rússnesku sendiráðsmönnum hefur að sjálfsögðu verið vísað úr landi, og hafa fregnir af atburði þessum vakið geysiathygli. Í gærkvöldi skýrðu helztu fréttastofnanir og útvarpsstöðvar rækilega frá þessari njósnastarfsemi.

 

Njósnararnir í sendiráðsbílnum
Ljósmynd: Vísir

Njósnirnar beindust m.a. að Keflavíkurflugvelli.

Bréf dómsmálaráðuneytisins til utanríkisráðuneytisins:

Hér með sendist utanríkisráðuneytinu yfirlitsskýrsla, varðandi tilraunir tveggja starfsmanna
sendiráðs Sovétríkjanna hér í borg til þess að fá íslenzkan ríkisfoorgara til að starfa að njósnum fyrir þá hér á landi. Svo sem sjá má af skýrslu þessari hafa umræddir starfsmenn,
Lev Kisilev, 2. sendiráðsritari, og Lev Dimitriev, sendiráðsstarfsmaður, leitað til íslenzks manns, Ragnars Gunnarssonar, Reykjavöllum í Mosfellssveit, og falið honum upplýsingasöfnun sem fram hefir átt að fara með leynd, og greitt honum peninga, að því er aetla verður í því skyni að fá hann til að halda áfram slíkri starfsemi. Ennfremur kemur fram af skýrslunni að upplýsinga söfnun þessari er m.a. beint að Keflavíkurflugvelli og að starfsmönnum á flugvellinum, sem jafnframt er varnarstöð samkv. varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna og á vegum Atlantshafsbandalagsins, sem ísland er aðili að. Atferli þetta er sannað með framburði hins íslenzka aðila og staðfest með framburði lögreglumanna, er í eitt sinn voru áheyrendur að viðræðum hans við hlut aðeigandi sendiráðsstarfsmenn, og ennfremur er stuðst við fleiri gögn. Atferli slíkt, sem hinum erlendu sendiráðsstarfsmönnum hér er borið á brýn, mundi, ef hlutaðeigendur heyrðu undir íslenzka lögsögu, verða heimfært undir 93. grein almennra hegningarlaga. Er málefni þetta hér með falið utanríkisráðuneytinu til viðeigandi meðferðar.“

Af hverju Ragnar?

En hver var Ragnar Gunnarsson og af hverju höfðu Rússarnir svona mikinn áhuga á honum? Ragnar var félagi í Menningarsambandi Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, MÍR, og  hann var fyrrverandi stjórnarmaður í Dagsbrún sem og félagi í Sósíalistaflokknum. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann frá kynnum sínum af Rússunum og útskýrði ástæðuna fyrir því að þeir höfðu áhuga á að fá aðstoð hans við njósnir. Þar kom fram að vegna þess að hefði verið félagi í Sósíalistaflokknum og árið 1953 var honum boðið til Rússlands á vegum Andfasistanefnd Sovétæskulýðsins eins og hún kallaðist. Í þeirri ferð kynntist hann túlki að nafni Júrí Stepanovitstj en ættarnafnið fékk hann aldrei. Sá var líklega njósnari því sex árum síðar bankaði sendiráðsritari sovéska sendiráðsins á dyr heima hjá Ragnari og sagðist vilja bera honum kveðju frá Júrí. Við tók sífelldar hringingar og heimsóknir sendiráðsritarans til Ragnar þar sem hann nauðaði ítrekað í honum að útvega  Sovétmönnum hinar ýmsu upplýsingar. Sá maður fór að endingu aftur til Rússlands en annar maður tók stöðu hans innan sendiráðsins, maður að nafni Leb Kisilev. Með á fundum þeirra Ragnars var annar starfsmaður sendiráðsins, túlkurinn Leb Dimitriev.

Njósnararnir í haldi lögreglunnar.
Ljósmynd: Morgunblaðið

Bond-leg handtaka

Fengu Rússarnir tveir Ragnar til þess að afla upplýsinga um fólkið sem bjó á móti Kisilev, á Ránargötu 22 því Rússanum grunaði að það fólk væri að njósna um hann. Ekki gat Ragnar séð að þær grunsemdir ættu við rök að styðjast. að fá upplýsingar um mögulegar fyrirætlanir Bandaríkjamanna á að byggja kafbátastöð við Íslands. Þá vildi hann að Ragnar kæmist yfir upplýsingar um Keflavíkurflugvöll og svæði varnarliðsins.  Ragnari leyst ekki á blikuna og hafði samband við lögregluna, sem plottaði handtöku á tveimur starfsmönnum sendiráðs Sovíetríkjanna.

Lögreglumennirnir földu sig meðal annars bakvið þennan steypta vegg með talstöðvar og mótorhjól og biðu færis.
Ljósmynd: Morgunblaðið

Hér kemur lýsing Morgunblaðsins á Bond-legri handtökunni:

„LÖGREGLAN hafði mikinn viðbúnað fyrir fund rússnesku njósnaranna, Kisilevs og Dimitrievs við Ragnar Gunnarsson ,sl. mánudagskvöld. Stefnumótið hafði verið ákveðið kl. 8,30 um kvöldið á vegamótum Úlfarsfellsvegar og Hafravatnsvegar. Ákveðið hafði verið, að þetta kvöld skyldu Rússarnir afhjúpaðir, hvernig sem fundi þeirra og Ragnars lyktaði. Þegar klukkan 7 um kvöldið, 1 og 1/2 klukkustund áður en stefnumótið átti að vera, höfðu lögreglumenn tekið sér varðstöðu við öll vegamót á Hafravatnssvæðinu. Lögreglumennirnir, yfir 20 í allt, höfðu samband sín á milli í talstöðvum. Þeir leyndust bak við gamla bragga, í
húsarústum eða voru í hvarfi við hóla. Í grenndinni var yfirsakadómarinn og lögreglustjórinn í bifreið og fylgdust þeir með öllu, sem fram fór. Allt fór fram eins og áætlað hafði verið. Rússarnir komu á tilsettum tíma, og annar þeirra fór upp í bíl
Ragnars. En bak við framsætið leyndust tveir rannsóknarlögreglumenn. — Þeir höfðu einnig talstöð. Á þeirri stundu, sem Rússinn tók eftir Iögreglumönnunum í bílnum, var leiknum lokið. Þeir gerðu þegar viðvart í talstöðina og lögreglubílar komu á fullri ferð úr öllum
áttum. Þannig lauk ævintýralegasta njósnamáli, sem uppvíst hefur orðið um á íslandi.
Tveir af njósnurum erlends stórveldis stóðu afhjúpaðir.“

Kort sem sýnir ferðir Rússanna á leynifundinn.
Teikning: Morgunblað

Baksýnisspegill þessi birtist upphaflega 11. mars 2022

 

 

Ferðamaður kýldur í andlitið við biðstöð á Snorrabraut: „Drullumörður“

Biðstöðin. Ljósmynd: nicetravel.is

Ferðamaður var kýldur í andlitið um fjögur leytið í dag, þar sem hann stóð við rútubiðstöð á Snorrabraut. Gerandi gekk því næst inn í hús við götuna.

Starfsmaður ferðaþjónustu sagði frá því í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að karlmaður hafi gengið að ferðamanni við „bus stop 9“ á Snorrabraut og kýlt hann í andlitið. Við færsluna birti hann ljósmyndir sem sýnir blóðugar hendur ferðamannsins og ljósmynd af meintum geranda við útidyr á Snorrabraut. „Þessi drullumörður gekk upp að ferðamanni á bus stop 9 og kýldi hann í andlitið að ástæðulausu,“ skrifaði ferðaþjónustuaðilinn og bætti við að meintur gerandi hafi síðan gengið inn í hús við Snorrabraut og spurði hvort einhver vissi hvort einhver vissi „eitthvað um þennan skúrk“.

Mannlíf heyrði í Ásmund Rúnar Gylfason, stöðvarstjóra hjá lögreglustöðinni við Hlemm, sem er steinsnar frá vettvangi árásarinnar. Sagði hann blaðamanni að ekki væri búið að færa málið inn í kerfið en útilokaði ekkert, það geti verið svo stutt síðan árásin varð.

Í uppfærslu á færslu ferðaþjónustuaðilans kemur fram að ferðalangurinn sé kominn upp í flugvél en að lögreglan hafi verið látin vita af málinu.

Tvítugi neminn finnst ekki enn – Fjölskyldan óttast að henni hafi verið rænt

Fjölskylda týnda Pittsburgh-háskólanemans, Sudiksha Konanki, óttast að henni gæti hafa verið rænt í Dóminíska lýðveldinu.

Sjá einnig: Tvítugur nemi í vorfríi hvarf sporlaust – Sást síðast á ströndinni

Yfirvöld á staðnum hafa gefið til kynna að hinn tvítugi læknanemi hafi líklega drukknað eftir að hafa hoppað í sjóinn snemma á fimmtudagsmorgun þegar Konanki var í vorfríi með vinum sínum á Riu Republic Resort í Punta Cana.

Vonandi finnst hún heil á húfi blessunin.

Fjölskylda hennar efast hins vegar um þá útskýringu. „Það eru liðnir fjórir dagar og ef hún væri í sjónum hefði henni líklega skolað á land,“ sagði faðir týnda nemandans, Subbarayudu Konanki, við wtop.com. Bætti hann við: „Hún finnst ekki, svo við biðjum þá um að kanna aðra möguleika, eins og mannrán eða brottnám.“

Pabbinn flaug frá heimili sínu í Virginíu til Punta Cana með eiginkonu sinni og tveimur fjölskylduvinum um leið og hann áttaði sig á dóttur hans var saknað.

Þau lögðu fram sakamálakæru þar sem þau þrýstu á Dóminíska yfirvöld að „gera tafarlausar ráðstafanir til að kanna ekki aðeins möguleikann á drukknun fyrir slysni, heldur einnig möguleikann á mannráni eða glæpsamlegum verknaði,“

„Eigur hennar, þar á meðal persónulegir hlutir eins og síminn hennar og veski, voru skildir eftir hjá vinum hennar, sem er óvenjulegt því hún var alltaf með símann sinn með sér,“ sagði í kærunni.

Sudiksha, nokkrir vinir og „nokkrir aðrir strákar sem þau hittu á dvalarstaðnum“ fóru á ströndina um 4:00 eftir að hún sagði vinum sínum að hún væri á leið í partý, sagði faðir hennar við CNN. „Eftir það komu vinir hennar aftur eftir nokkurn tíma og dóttir mín kom ekki aftur, kom ekki af ströndinni,“ sagði faðir hennar.

Konanki og fleiri sáust á eftirlitsmyndum nálægt ströndinni skömmu áður en hún hvarf.

Embættismenn á dvalarstaðnum sögðu að vinir hennar hafi tilkynnt hvarf hennar um klukkan 16:00. á fimmtudag, um 12 tímum eftir að hún sást síðast, þegar hún fannst ekki í herberginu sínu.

„Þeir leituðu með þyrlum og eftir öðrum leiðum. Þeir leituðu einnig í nærliggjandi flóa, runnum og trjám. Þeir fóru margsinnis um sömu svæðin,“ sagði þjáður faðir hennar við CNN.

Stofnanir frá heimili Konanki í Virginíu, ásamt indverska sendiráðinu í Dóminíska lýðveldinu, hafa aðstoðað við leitina en Konanki er indverskur ríkisborgari.

Alríkislögreglan, DEA, Rannsóknarmenn Heimavarnar (e. Homeland Security Investigations) og lögreglan í Pittsburgh-háskóla aðstoða við rannsókn dóminísku ríkislögreglunnar, að sögn lögreglustjórans í Loudoun-sýslu, Virginia, þaðan sem Konanki er.

Þá hefur Pittsburgh-háskólinn verið í sambandi við fjölskyldu hennar.

Konanki var á dvalarstaðnum með fimm öðrum kvenkyns námsmönnum frá Pittsburgh-háskóla, að sögn lögreglustjórans í Loudoun-sýslu.

 

 

Eru laun borgarstjóra Reykjavíkur of há?

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri

Mikil umræða ríkti um helgina um kaup og kjör borgarstjóra Reykjavíkur en viðkomandi fær 2.628.812 krón­ur á mánuði samkvæmt ráðningar­samn­ingi. Sumir hafa bent á að launin séu hærri en hjá borgarstjórum stórborga sem milljónir einstaklinga búa í. Aðrir hafa bent á kaupmáttur spili hlutverk þar inn í og ekki sé sanngjarnt að bera saman laun á þann máta.

En við spyrjum lesendur Mannlífs: Eru laun borgarstjóra Reykjavíkur of há?

This poll has ended (since 3 months).
85.37%
Nei
14.63%

Maður á áttræðisaldri lést í bílslysinu í Berufirði – Bænastund í Heydalakirkju

Haldin verður sérstök kyrrðar- og bænastund í Heydalakirkju í kvöld vegna hins hræðilega bílslyss er varð í Berufirðinum í gærmorgun. Maður á áttræðisaldri lét lífið í slysinu og þrír slösuðust illa.

Heydalakirkja

Fram kemur hjá Austurfrétt að lögreglan sé enn að rannsaka tildrög slyssins en tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust harkalega saman um klukkan 11:30 í gær.

Ekki þurfti aðeins báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar til að fljúga slösuðum til Reykjavíkur, heldur þurfti einnig að notast við tækjabíla til að komast að hinum slösuðu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er enginn hinna slösuðu í lífshættu.

Kyrrðar- og bænastundin hefst klukkan 20:00 í kvöld en það verður beðið fyrir hinum slösuðu og fólk mun hugga hvort annað.

Borgin setur 200 milljónir í hraðahindranir

Skeiðarvogur - Mynd: Ja.is

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um að farið verði framkvæmdir á hraðahindrunum í borginni en áætlað er að þær muni kosta 200 milljónir króna. Um er endurgerðir á hraðahindrunum að ræða.

Verkefnið felur í sér jarðvinnu, malbikun, uppsetningu umferðarmerkja og yfirborðsmerkinga, auk lagningar granítkantsteina og upprampa samkvæmt borginni og er áætlað að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september. Þá verður götunum að einhverju leyti lokað meðan verkefnið stendur yfir.

Á árinu 2025 verða endurgerðar eftirtaldar hraðahindranir:

  • Við Álfheima í Laugardal
  • Við Skeiðarvog í Laugardal
  • Við Listabraut í Háaleitis- og Bústaðahverfi
  • Við Langarima í Grafarvogi
  • Í Norðurfelli við Fannarfell
  • Í Norðurfelli við Eddufell
  • Í Suðurhólum
  • Í Austurbergi við Suðurhóla
  • Í Vesturhólum við Arahóla

Lætur „bjána“ og „fávita“ heyra það: „Eyðir löngum tíma í að búa til fáránlegar lygar um þig“

Alexandra Briem. Ljósmynd: Facebook

Alexandra Briem lætur fordómafulla fávita heyra það.

Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, skrifaði í dag færslu á Facebook sem snert hefur strengi margra en þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað manns líkað við hana. Umfjöllunarefni Alexöndru eru fordómar gagnvart trans fólki en sjálf er hún trans kona. Segist hún ekki mæla með því að tilheyra minnihlutahópi sem „bjánar úti í heimi“ herja á og „hópur fávita“ eyða miklum tíma í að búa til lygar um. Færsluna má lesa hér:

„Nb. ef þið hafið aldrei prófað að tilheyra þeim minnihlutahóp sem einhverjir bjánar úti í heimi hafa ákveðið að menningarstríðið skuli snúast um, þar sem allt í einu allir þurfa að hafa skoðun á þér, hvað þú sért, hvað sé í gangi í kollinum á þér, hvað þú sért með í buxunum, hvort þú megir stunda íþróttir, hvort það að þú segir frá því hvað það sé að vera þú ætti að flokkast sem kynferðisbrot, hvort það að segja ekki frá því hvað þú ert sé óheiðarlegt, hvort þú ættir yfir höfuð að fá að vera til, þar sem hópur fávita eyðir löngum tíma í að búa til fáránlegar lygar um þig til að snúa fólki gegn þér, þá mæli ég ekkert sérstaklega með því.“

Eins og áður segir hefur færsla Alexöndru snert strengi hjá mörgum en einn af þeim sýnir henni stuðning er Dagur B. Eggertsson, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur:

„Sendi þér mína hlýjustu strauma og stuðning kæra Alexandra!“

Leikkona blessar landsmenn í Fossvogi

Fossvogsprestakall - Mynd: Þjóðkirkjan

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir tveimur prestum til þjónustu við Fossvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og hefur verið tilkynnt um hvaða einstaklingar hafa fengið stöðurnar.

Um er að ræða tvær konur en önnur þeirra er séra Laufey Brá Jónsdóttir en hún hefur verið sóknarprestur í Setberegsprestakalli síðan 2023. Laufey hefur margs konar menntun en kláraði leiklistarnám í LHÍ og muna eflaust margir eftir henni úr kvikmyndinni Íslenski Draumurinn þar sem hún fór með hlutverk Silju. Hún er einnig með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og er með menntun markþjálfa. Þá starfaði hún lengi sem ráðgjafi hjá Kvennaathverfinu.

Þá var séra Sigríður Kristín Helgadóttir einnig ráðin að fullu en hún hafði verið í afleysingum síðan síðasta vetur. Hún hafði áður starfað sem sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli frá 2020.

Forstöðumanni hjá Akureyrarbæ sagt upp eftir ásakanir um kynferðislega áreitni

Akureyri

Akureyrarbær hefur sagt upp forstöðumanni umhverfis- og sorphirðumála en hún hefur verið í leyfi eftir að ásakanir komu fram um kynferðislega áreiti á árshátíð sem átti sér stað í fyrra. 

RÚV greinir frá þessu og segir að málið hafi verið í ferli hjá Akureyrarbæ og að fleiri hafi stigið fram og sagt frá vafasamri hegðun forstöðumannsins. Yfirmaður konunnar vildi ekki tjá sig við RÚV um uppsögnina.

Sorphirðumálin á Akureyri hafi verið í sviðljósinu að undanförnum eftir að bæjarfélagið skipti út tunnum íbúa í framhaldi þess að ný reglugerð um flokkun var sett. Mikil óánægja ríkir um slíkt hjá bæjarbúum samkvæmt RÚV. Þá var einnig greint frá því að barnsfaðir forstöðumannsins, sem nú hefur verið sagt upp, hafi verið ráðinn ráðgjafi í endurvinnslumálum. Sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs lét hafa eftir sér að það hafi verið mistök að gerð í þeim málum vegna tengsla mannsins við forstöðumanninn.

Doctor Who og Harry Potter-leikari látinn: „Hann var virkilega yndislegur“

Blessuð sé minning hans.

Simon Fisher-Becker, sem lék meðal annars í Harry Potter og Doctor Who, er látinn, 63 ára að aldri.

Umboðsmaður hans, Kim Barry, hjá Jaffrey Management, sagði í yfirlýsingu: „Í dag missti ég ekki aðeins skjólstæðing í Simon Fisher-Becker, heldur náinn persónulegan vin til 15 ára. Ég mun aldrei gleyma símtalinu sem ég hringdi til hans þegar honum bauðst hlutverk Dorium Moldovar í Dr Who hjá BBC. Simon var líka rithöfundur, sagnamaður og frábær ræðumaður. Hann hjálpaði mér gríðarlega og var góðhjartaður, rólyndur og áhugasamur um alla. Eiginmanni hans Tony, bróður hans, frænkum og systkinabörnum og urmuli aðdáenda hans votta ég samúð mína.“

Einnig heiðraði eiginmaður hans, Tony hinn látna leikara, en hann skrifaði í Facebook-færslu á laugardaginn: Halló allir. Þetta er Tony, eiginmaður Simons. Ég hef mjög sorglegar fréttir. Klukkan 2:50 síðdegis lést Simon. Ég mun halda þessum reikningi opnum í smá stund. Ég er ekki viss á þessum tímapunkti hvort ég mun birta eitthvað aftur. Takk fyrir.“

Simon, sem lék lítið hlutverk í Óskarsverðlaunamyndinni Les Miserables í „Master of the House“ söngatriðinu, lék einnig í nokkrum Doctor Who á BBC, þar sem hann lék hinn bláhúðaða Crespallion-svartamarkaðsmann, Dorium Maldovar.

Hann var líka heimilisdraugur Hufflepuff House, Fat Friar, í Harry Potter and the Philosopher’s Stone. Af öðrum sjónvarpsefni sem hann lék í  má nefna meðal annars One Foot in the Grave, The Bill, Doctors, Love Soup, Getting On og Afterlife.

Húsdraugurinn Fat Friar og Dorium Maldovar í Doctor. Who.

Aðdáendur hylltu leikarann ​​eftir fréttirnar af andláti hans voru gerðar opinberarað, á samfélagsmiðlunum. Einn sagði: „Sviðsrútínan hans var eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi. Indæll maður sem mat áhorfendur sína mikils. Hvíl í friði Simon, haltu áfram að skína.“ Annar skrifaði: „Mjög sorglegar fréttir. Ég hitti hann á samkomu fyrir nokkrum árum og hann var virkilega yndislegur.“

Þriðji aðdáandinn sagði: „Mínar dýpstu samúðarkveðjur til Tony og allra ástvina Simons. Dorium var frábært í Doctor Who, Simon negldi hlutverkið!“ Á sama tíma harmaði sá fjórði fréttirnar: „Engan veginn maður, þetta er svo mikil synd. Ég var vanur að senda honum skilaboð á Facebook og það var alltaf yndælt að tala við hann. Hann sendi mér eiginhandaráritun fyrir nokkru og vildi alltaf óska ​​mér til hamingju með afmælið á hverju ári. Á eftir að sakna hans.“

Ekki kom fram hver dánarorsökin eru.

 

Gervigreind og lífsgæði: Getur Ísland orðið fyrirmyndarríki framtíðarinnar?

Sigvaldi Einarsson

Gervigreind er ekki bara tækni – hún er hluti af lífi okkar

Á hverjum degi notar fólk gervigreind án þess að átta sig á því. Við treystum á hana þegar við leitum á netinu, notum raddstýringu í snjallsímum, fáum ráðleggingar um fjármál eða nýtum AI-stýrð leiðsögukerfi. En þessi bylting er rétt að byrja.

Spurningin sem Ísland þarf að svara er ekki hvort við eigum að taka þátt í AI-þróuninni, heldur hvernig við viljum móta samfélagið með henni.

Hugsum lengra: Getur Ísland orðið fyrirmyndarríki þar sem AI er nýtt til að bæta lífsgæði, stytta vinnuvikuna, bæta heilbrigðisþjónustu og auka jafnræði í samfélaginu?

Ísland 2025: Fyrstu skrefin í átt að AI-framtíð

Á Íslandi er þegar komin AI-aðgerðaáætlun til 2026, en skortur er á skýrri framtíðarsýn.

Hvar stöndum við núna?

Atvinnulíf er að taka fyrstu skrefin – Stórfyrirtæki á borð við Marel og Össur eru farin að nýta AI, en lítil og meðalstór fyrirtæki eru ekki enn með stefnu um AI-innleiðingu.

Stjórnsýslan þarf að vera skrefi á undan – AI getur gert opinbera þjónustu hraðari og skilvirkari, en enn er lítið gert til að innleiða tæknina með markvissum hætti.

Skólakerfið er óundirbúið – Börn í dag munu vinna störf sem enn eru ekki til, en AI-kennslufræði er lítið sem ekkert til staðar í skólakerfinu.

Ísland 2030: AI í þjónustu fjölskyldunnar og daglegs lífs

Ef Ísland tekur réttu skrefin næstu fimm árin getur samfélagið breyst til hins betra.

Vinnuvikan getur styst með hjálp AI

  • Með aukinni sjálfvirknivæðingu verður minna álag á einstaklinga og fyrirtæki.
  • Fleiri geta sinnt fjölskyldunni án þess að fórna atvinnuöryggi.

Heilbrigðisþjónusta verður persónulegri og aðgengilegri

  • AI getur greint sjúkdóma fyrr og hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að forgangsraða með betri upplýsingum.
  • Fólk fær hraðari þjónustu með snjallkerfum sem stjórna tímabókunum og meðferðarúrræðum.

Menntun verður sveigjanlegri og einstaklingsmiðuð

  • AI getur aðstoðað kennara og nemendur með sérsniðin námsefni og nýjar námsaðferðir.
  • Nemendur geta unnið í sínu eigin hraða og fengið stuðning eftir þörfum.

Ísland 2035: Getum við orðið fyrsta sjálfbæra AI-samfélagið?

Ef Ísland heldur rétt á spilunum getum við orðið eitt af fyrstu samfélögum heims þar sem AI er nýtt með mannlega velferð í fyrirrúmi.

AI getur gert lífið auðveldara fyrir alla – Frá húsverkunum til fjármálastjórnunar, AI gæti aðstoðað fólk við daglegar ákvarðanir.

Sjálfbærni með AI-stýrðri orkunýtingu – AI getur hjálpað til við að hámarka nýtingu rafmagns og draga úr sóun.

Jafnrétti og aukin tækifæri – AI getur veitt öllum sama aðgang að tækni, menntun og þjónustu, óháð staðsetningu eða samfélagsstöðu.

Hvað þurfum við að gera núna?

Til að tryggja að AI verði notað á réttan hátt þurfum við tafarlausar aðgerðir:

Innleiða AI í menntakerfið – Frá grunnskóla til háskóla þarf að kenna grunnatriði AI og stafræna færni.

Setja AI í samfélagslega stefnumótun – AI ætti að vera hluti af umræðu um vinnumarkað, jafnrétti og sjálfbærni.

Stofna AI-ráð innan stjórnkerfisins – Sérfræðingar í AI þurfa að taka þátt í stefnumótun stjórnvalda.

Niðurstaða: Gervigreind sem leið að betra lífi

AI er ekki ógn heldur tækifæri. Með réttum skrefum getur Ísland orðið fyrirmyndarríki í AI-notkun sem bætir lífsgæði, eykur jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og styður við sjálfbæra framtíð.

Við höfum valið – eigum við að leiða þessa þróun eða láta hana gerast án okkar?

Framtíðin er okkar að móta!

Höfundur: Sigvaldi Einarsson, gervigreindarfræðingur, bjartsýnismaður og raunsær hugsuður

 

Tugir landsfundagesta fengu sekt

Mikið var fjallað um landsfund Sjálfstæðisflokksins í öllum fjölmiðlum en hann var haldinn var í Laugardalshöll 28. febrúar til 2. mars.

Á fundinum var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður flokksins eftir baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Snorra Ásmundsson. Þá var Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður en hann sigraði Diljá Mist Einarsdóttur í kosningu þeirra á milli um embættið.

Mannlíf fjallaði um ástandið sem skapaðist fyrir utan höllina á meðan landsfundinum stóð yfir en tugum bíla var lagt ólöglega alla daga sem hann var haldinn. Mannlíf hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að fá upplýsingar um hversu margir fengu sekt við og í grennd við Laugardalshöll þá daga sem landsfundur stóð yfir en þegar ljósmyndari mætti á svæðið var lögreglan við sektarstörf.

Samkvæmt Árna Friðleifssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni umferðardeildar hjá lögreglunni, voru 69 sektir settar á bíla á svæðinu 28. febrúar til 2. mars.

Landsliðsmarkmaður selur snotra íbúð í Kópavogi

Sonný selur með svölum svölum

Knattspyrnukonan fyrrverandi Sonný Lára Þráinsdóttir hefur sett íbúð sína í Kópavogi til sölu en hún er fallega fjögurra herbergja íbúð á besta stað í bænum.

Sonný var lengi einn af bestu markvörðum landsins og spilaði á sínum tíma sjö landsleiki með Íslandi en hún lagði hanskana á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki árið 2020. Síðan þá hefur hún starfað sem mannauðsfulltrúi hjá Orkuveitu Reykjavíkur og RÚV en færði sig nýlega yfir til Toyota á Íslandi.

Íbúð hennar er á fimmtu hæð í lyftuhúsi og er 125 fm að stærð. Inn í þeirri stærð eru þó ekki yfirbyggðar svalir en þær eru 25 fm að stærð. Þá er sérbílastæði í sameiginlegu bílastæðahúsi. Sonný vill fá 91.900.000 krónur fyrir íbúðina og því ljóst að slegist verður um hana.

Mark Carney tekinn við sem forsætisráðherra Kanada: „Við megum ekki leyfa honum að ná sínu fram“

Mark Carney

Í gær var Mark Carney kosinn sem arftaki Justin Trudeau í stól forsætisráðherra Kanada, í leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins.

Carney vann yfirburðasigur en hann hlaut 85,9 greiddra atkvæða, samkvæmt frétt AFP. Þýðir þetta að Carney muni taka við af Justin Trudeau sem forsætisráðherra Kanada og leiða flokkinn í komandi þingkosningum. Þar með líkur níu ára stjórnartíð Trudeau.

Frá árinu 2008 til 2013 var Carney seðlabankastjóri Kanada og seðlabankastjóri Englands frá 2013 til 2020. Í frétt RÚV kemur fram að Carney sitji ekki á kanadíska þinginu og hafi aldrei gegnt pólitísku embætti en þó slíkt sé afar sjaldgæft eru engar reglur sem kveða á um að forsætisráherra landsins þurfi að vera þingmaður.

Justin Trudeau kvaðst stoltur í kveðjuræðu sinni, af árangri stjórnar hans en varaði við því að nú væru varasamir tímar.

Eftir að Donald Trump tók til valda í nágrannaríki Kanada, náði Frjálslyndi flokkurinn sér aftur á strik eftir að hafa mælst í mikilli lægð í skoðanakönnunum að undanförnu. Sömu kannanir bentu til þess að Íhaldsflokkur Pierre Poilievre hefði um 20 prósenta forskot á hann. Trump hefur eins og frægt er, lagt háa innflutningstolla á Kanadískar vörur og hefur í þokkabót endurtekið hótað að innlima landið og kallað Kanada 51. ríki Bandaríkjanna. Þessu hafa Kanadabúar tekið vægast sagt illa og líklegt verður að teljast að sú óánægja skili sér í auknum vinsældum Frjálslyndra, þar sem skoðanir Íhaldsflokksins er nokkuð nær skoðunum Trumps.

Í sigurræðunni í gærkvöldi lagði Carney áherslu á efnahagsmálin og vék einnig orðum sínum að Trump:

„Bandaríkjamenn vilja auðlindirnar okkar, jörðina okkar, ríkið okkar,“ sagði hann. „Trump er að ráðast gegn kanadísku verkafólki, fjölskyldum og fyrirtækjum. Við megum ekki leyfa honum að ná sínu fram.“

 

Slagsmálahundar til rannsóknar hjá lögreglu

Það var ýmislegt að gera hjá lögreglu í nótt og greinir hún frá mörgu af því í dagbók sinni sem er hægt að lesa hér fyrir neðan

Tilkynnt var um ökumann sem keyrði á bíl og stakk af. Lögreglan reyndi að hafa upp á viðkomandi en hann fannst ekki. Bílstjóri var tekinn á 116 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80.

Þá var annar á 113 kílómetra hraða þar sem hámarkið var einnig 80. Skráningarmerki voru fjarlægð af 25 bílum af ýmsum ástæðum. Nokkrir voru teknir fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Þá er mál tveggja slagsmálahunda í rannsókn eftir atvik í umferðinni.

Neyð Sigurðar Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er af flestum í íslensku samfélagi ágætlega metinn. Hann er Framsóknarmaður með stóru effi og fáir núlifandi menn sem toppa hann í þeim efnum nema mögulega Guðni Ágústsson. Hann virðist þó vera búinn að missa dampinn og eldmóðinn miðað við skrif hans í Morgunblaðinu um helgina. Þar hendir hann fram 500 innantómum orðum um utanríkisstefnu landsins án þess að hafa neitt áhugavert, merkilegt eða nýtt að segja. Þarna er aðeins verið að minna á að Framsóknarflokkurinn sé vissulega til og er á móti ESB, eins og alþjóð veit.

Sigurður hefur verið á Alþingi síðan árið 2009 og eftir úrslit alþingiskosninganna 2024 hefði hann átt að segja af sér og leyfa nýrri kynslóð Framsóknarmanna skrifa greinar um eymdina í ESB og hina stórmerkilegu íslensku kú.

Því miður fyrir flokkinn féllu allir líklegir arftakar Sigurðar af þingi, þar á meðal varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir, og neyðist hann því að sitja áfram þar til fundinn er vænlegur arftaki …

Tvítugur nemi í vorfríi hvarf sporlaust – Sást síðast á ströndinni

Nemandi við háskólann í Pittsburgh hvarf í vorfrísferð (e. Spring Break) sinni til Dóminíska lýðveldisins og yfirvöld segja að hún hafi síðast sést rölta á ströndinni.

Sudiksha Konanki, 20 ára nemandi, hvarf þegar hún var á ferð með vinum sínum til Punta Cana, smábæjar í austurhluta eyríkisins. Konanki sást síðast klukkan 4:50 að staðartíma á fimmtudag á Riu Republica-dvalarstaðnum samkvæmt auglýsingu sem hefur verið deilt á netinu.

Sama auglýsing lýsir henni sem 160 cm há, með svart hár og birtir lista yfir fatnaðinn sem hún var í þegar hún hvarf. Hún var í brúnu bikiníi, með eyrnalokka, ökklamen og mörg armbönd.

Neminn sást síðast aðfararnótt fimmtudags

Háskólinn í Pittsburgh gaf út sína eigin yfirlýsingu en skólayfirvöld þar vinna með yfirvöldum í Virginíu og yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu til að reyna að finna Konanki.

Myndir af björgunartilraunum leitar- og björgunarteyminu Defensa Civil hafa verið birtar á netinu þar sem sjá má tugi fólks í appelsínugulum jökkum leita á eyjunni að Konanki frá og með gærdeginum.

Fjölmargir hafa leitað Kananki.

 

 

Donald Trump hótar Írönum hernaðaraðgerð: „Við skulum skera niður hernaðaráætlun okkar um helming“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna

Donald Trump skrifaði leiðtoga Írans bréf þar sem hann hótaði honum hernaðaraðgerðum ef ekki tækist að semja við hann um kjarnorku. Vill endurnýta kjarnorkuvopn Bandaríkjanna í stað þess að smíða ný.

Forseti Bandaríkjanna var í viðtali í fréttaþætti í síðustu viku um hættuna af eldflaugabirgðum um allan heim. Hann sagði í síðustu viku hvernig Bandaríkin og Rússland hefðu „langmest“ af slíkum birgðum en viðurkenndi að Kína muni ná þeim í lok áratugarins.

Í síðustu viku opinberaði Bandaríkjaforseti hversu áhugasamur um að endurnýta kjarnorkuvopn á ný ásamt Rússlandi og Kína í þeirri von að löndin gætu samþykkt að skera stórfelldar varnarfjárveitingar um helming. Hann sagði: „Það er engin ástæða fyrir okkur að smíða glæný kjarnorkuvopn, við eigum nú þegar svo mörg. Þau gætu eyðilagt heiminn 50 sinnum, 100 sinnum. Og hér erum við að smíða ný kjarnorkuvopn, og þeir eru að smíða kjarnorkuvopn. Við erum öll að eyða miklum peningum sem við gætum verið að eyða í aðra hluti, vonandi mun afkastameiri. „Einn af fyrstu fundunum sem ég mun fara á vil eiga með Xi Kínaforseta, Pútín Rússlandsforseta. Og ég vil segja: „Við skulum skera niður hernaðaráætlun okkar um helming.“ Og við getum gert það. Og ég held að við munum geta það.“

Forsetinn sagði einnig áður írönskum leiðtogum að hefja alvarlegar kjarnorkuviðræður í bréfi þar sem hann virtist ógna þjóðinni með hernaðaraðgerðum. Bandaríkjaforseti sagðist hafa skrifað Ayatollah Ali Khamenei og sagt honum að hann vonaðist til þess að þeir að „myndu semja“ vegna þess að ef þeir gerðu það ekki gæti stjórn hans „þurft að fara inn í með hjálp hersins.“

Hann sagði við viðmælendur Fox News að það yrði „hræðilegt“ að grípa til aðgerða og bætti við að hann gæti gert samning sem myndi skila árangri „alveg eins góð og ef þú vannst hernaðarlega.“

Hann sagði í viðtali, sem tekið var á fimmtudaginn en á að vera sjónvarpað um helgina: „Ég hef skrifað þeim bréf þar sem segir: „Ég vona að þið ætlið að semja því ef við þurfum að fara inn með hjálp hersins, þá verður það hræðilegt mál.“

 

 

Faraldur banaslysa í umferðinni – Barn lést er rúta rakst á fólksbíl

Þrjú banaslys hafa orðið í umferðinni á Íslandi síðustu fjóra daga.

Samkvæmt lögreglunni á Austurlandi var einn úrskurðaður látinn á vettvangi eftir umferðarslys á Austurlandi í dag en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík.

Klukkan 11:45 barst tilkynning um umferðarslys á þjóðvegi 1 milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs.

„Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri um að ræða og var allt tiltækt lið lögreglu sent á staðinn, sjúkralið í Fjarðabyggð auk tækjabifreiða frá Djúpavogi og úr Fjarðabyggð,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá voru tvær þyrlur Gæslunnar sendar á vettvang auk sjúkraflugvéla sem sendar voru austur á land.

Búast má við að vegurinn verði lokaður fram á kvöld, þar sem rannsókn lögreglunnar stendur enn yfir á vettvangi en rannsóknin er framkvæmd af rannsóknardeild lögreglustjórans á Austurlandi ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Þá tilkynnti lögreglan á Vesturlandi í dag að barn á öðru ári hefði látist í umferðaslysi á gatnamótum Vesturlandsvegar og Vestfjarðarvegar í Borgarfirði á fimmtudaginn. Í því slysi rákust fólksbíll og hópferðabíll saman en um 20 manns var í rútunni en þrír í fólksbílnum. Var þyrla Gæslunnar kölluð út en aðrir slösuðust ekki alvarlega.

Í dag var svo gerint frá því að ökumaður jeppabifreiðar hefði látist í árekstri er varð á milli tveggja bíla í Hrunavegi nærri Flúðum en rannsókn slyssins er á frumstigi.

 

 

Segir ofurlaun kjörinna fulltrúa sýna virðingaleysi: „Það er eitthvað mjög mikið að“

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri

Sólveig Anna Jónsdóttir segir ofurlaun kjörinna fulltrúa sýna mikið virðingaleysi gagnvart almenningi.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði Facebook-færslu í gær við frétt Morgunblaðsins um ofurlaun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra fyrir formennsku í SÍS. Þar segir hún að ofurlaun kjörinna fulltrúa sýni gríðarlegt virðingarleysi pólitísku yfirstéttarinnar gagnvart almenningi.

„Fréttir af ofurlaunum lýðræðislega kjörinna fulltrúa sýna okkur það mikla virðingarleysi sem að ríkir gagnvart almenningi hjá pólitískri yfirstétt. Fólk sem hefur ekki tekið neina pólitíska áhættu eða stigið fram með traustvekjandi hugmyndir og lausnir á stórum vandamálum, í raun ekki sýnt sérstaka leiðtogafærni svo eftir sé tekið, er komið með svipuð laun og forríkir kapítalistar sem að lúta engu lýðræðislegu aðhaldi.“

Lokaorð Sólveigar Önnu eru sterk:

„Það er eitthvað mjög mikið að þegar stór og smá samfélagsleg vandamál fást ekki leyst og versna með hverju misseri en ráðamenn skammta sér engu að síður sífellt stærri bita af kökunni sem að vinna okkar skapar.“