
Sóli hefur slegið rækilega í gegn með sýningum sínum og víst að hann mun kæta þá sem mæta. Hann er spenntur fyrir því að mæta í Árnsehrepp.
„Það verður gaman að skemmta í fyrsta sinn á þessu svæði, bæði heimafólki sem og fótfráum göngugörpum,“ segir hann.
Verð á miða er 5500 krónur. Miðasala verður við dyrnar. Sóli segist verða með posa.
„Já, auðvitað. Ég er Herbert minnar kynslóðar,“ segir hann.
Sóli hefur gert víðreist um landið í sumar. Hann skemmtir í Búðardal 1. júlí. Þann 15 júlí mun hann skemmta á Eskifirði. Sýningar Sóla hafa slegið rækilega í gegn. Hann hefur sýnt alls 35 sinnum í Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrir fullu húsi.