„Sjónvarpsmaðurinn knái, Sindri Sindrason, hefur í gegnum tíðina óskað eftir því að koma í heimsókn heim til mín, aðallega til að hnýsast í einkamál mín. Sindri er sauðþrár svo ég gaf eftir í síðustu viku og hleypti honum inn fyrir dyrnar með því skilyrði að hann opnaði ekki alla skápa og rifi út hjálpartækin og ofskynjunarlyfin sem þar gæti verið að finna. Afraksturinn ætlar hann að sýna á Stöð 2 í kvöld.“ Þannig hefst Facebook-færsla fyrrverandi þingmannsins Brynjars Níelssonar, sem hann birti í gær. Segir hann Sindra hafa talið sig vera skemmtilegan mann en sagðist telja að sjónvarpsmaðurinn hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum og notaði tækifærið og skaut á formenn stéttarfélaga í leiðinni:
Sindri á Stöð 2 heimsótti Brynjar: „Grunar að hann hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum“

VefTv
- Auglýsing -
Hlaðvörp
- Auglýsing -
Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsótti Brynjar Níelsson á dögunum og fékk að skoða heimili hans. Brynjar segist gruna að sjónvarpsmanninn hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum.
„Fyrir heimsóknina trúði Sindri því að ég væri skemmtilegur maður. Ég var samt búinn að segja honum að ljósvakamiðlar ættu ekki vel við mig, einkum sjónvarpið. Ég væri svona álíka glaðlegur og skemmtilegur og forsvarsmenn stéttarfélaga. Mig grunar að Sindri hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum í nokkurri heimsókn. Hann hafi heimsótt mann sem leit út eins og að hafa aldrei litið glaðan dag og gæti eins verið formaður BSRB.“
[facebook_large_like_btn]
Athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Lestu meira
- Auglýsing -
Veistu meira um málið?
Deila
Nýtt í dag
Mest lesið í vikunni
Í fréttum er þetta helst...
- Auglýsing -