„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta gæti gerst,’’ sagði Laufey Lín Jónsdóttir þegar hún tók við Grammy-verðlaunum í gærkvöldi. Laufey hlaut verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. ,,Ég vil bara þakka teyminu á bakvið mig, foreldrum mínum og ömmum og öfum fyrir að kynna mig fyrir tónlist. Stærstu þakkirnar fær tvíburasystir mín Júnía sem er helsti stuðningsmaður minn og hefur hjálpað mér í gegnum þennan mest spennandi kafla í lífi mínu,“ sagði Laufey ánægð. Ólafur Arnalds var einnig tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir plötuna Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar en verðlaunahátíðin var haldin í 66. skipti í Los Angeles.
Laufey hlaut Grammy-verðlaun: „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta gæti gerst“
![Laufey - press photos - album release 2 [PC Gemma Warren] Laufey Lin Jónsdóttir](https://gamla.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/09/Laufey-press-photos-album-release-2-PC-Gemma-Warren-scaled-e1707121283282-696x385.jpg)
VefTv
- Auglýsing -
Hlaðvörp
- Auglýsing -
[facebook_large_like_btn]
Athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Lestu meira
- Auglýsing -
Veistu meira um málið?
Deila
Nýtt í dag
Mest lesið í vikunni
Í fréttum er þetta helst...
- Auglýsing -