Í nýjustu dagbókarfærslu húmoristans og vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur á Facebook, segir hún frá Spánarferð sem hún er farin í. Hún býr vissulega á spænskri eyju en er farin í frí á meginlandið. Flugferðin gekk sæmilega, þó sérstaklega ferðin inn í flugvélina frá flugvellinum en hún var bara með tvær töskur og fór hratt í gegnum öryggisleitina og inn í flugvél En svo tók við „standard Ryanairsæti“ eins og Anna kallar þau og sagði að þau væru „þröng og ekkert of þægileg, ekki hægt að hreyfa neitt, ekki einu sinni of stutta armana svo það varð ómögulegt að gera sér sætið þægilegt og átti ég þó heita í betri sætum.“ Flugið tók ekki langan tíma en Anna segist hafa komið úr vélinni með strengi og lurkum lamin.
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Dagur 1684 – Spánarferð.