Það kostar íslensku vísitölufjölskylduna frá höfuðborgarsvæðinu að lágmarki ríflega 300 þúsund krónur að verja viku úti á landi þar sem ódýrast er að gista og leika sér. Þessi sama vika getur líka kostað fjölskylduna rúmlega 750 þúsund krónur, eða hátt í þrefalt meira sé dýrari gistimöguleiki valinn. Að meðaltali kostar vikan minnst á Vesturlandi og þar býðst einnig ódýrasta vikan miðað við að gist sé á tjaldsvæði. Sú vika kostar rétt rúmar 307 þúsund krónur með gistingu, afþreyingu, bensíni og fæði.
Á meðan óvissa ríkir um hvenær Íslendingum gefst aftur kostur á ferðalögum til útlanda hafa Ferðamálastofa og yfirvöld hvatt til ferðalaga innanlands í sumar. Allir Íslendingar, 18 ára og eldri, fá stafrænt gjafabréf að upphæð 5 þúsund krónur úr ríkissjóði og er litið á bréfið sem beinan stuðning við fyrirtækin í ferðaþjónustu vegna efnahagslegrar óvissu á COVID-tímum.
Mannlíf fór á stúfana og skipulagði vikuferðalag fjögurra manna fjölskyldu, foreldra með börn á aldrinum 7 og 14 ára, í öllum landsfjórðungum Íslands.
Austurland
Gisting á Austurlandi
| Gististaður | Innifalið | Verð |
| Tjaldsvæði Egilsstöðum | Rafmagn og gistináttaskattur | 25.000 |
| Icelandair Hótel Hérað | 3 stjörnu, 2 x 2 manna herbergi | 165.886 |
| Lyngás | Gistiheimili, 2 x 2 manna herberbergi m/sama baðh. | 134.622 |
| Ormurinn Cottages | Orlofshús | 227.616 |
Afþreying á Austurlandi – verð samtals 222.436 krónur
| Vikudagur | Þjónustuaðili | Innifalið | Verð |
| Föstudagur | Hestaleigan Húsey | 4 klst. reiðtúr | 77.460 |
| Laugardagur | Baðhúsið VÖK | Hefðbundinn aðgangur | 13.600 |
| Sunnudagur | Hjólaleiga Egilsstaðastofa | 4 hjól í sólarhring | 9.000 |
| Mánudagur | Skriðuklaustur | 2 fullorðnir og 2 börn | 3.700 |
| Þriðjudagur | Sund á Egilsstöðum | 2 fullorðnir og 2 börn | 2.600 |
| Miðvikudagur | Fjórhjólasafarí Í Hallormsstað | 2 fullorðnir og 2 börn | 63.162 |
| Fimmtudagur | Hreindýraskoðun við Laugafell | 2 fullorðnir og 2 börn | 76.076 |
Fastur kostnaður á Austurlandi – verð samtals 57.052 krónur
| Matarkarfa | 25.000 |
| Bensín | 32.052 |
Kvöldverður á Austurlandi – verð samtals 62.613 krónur
| Vikudagur | Þjónustuaðili | Innifalið | Verð |
| Föstudagur | N1 | Pylsutilboð | 2.768 |
| Laugardagur | Veitingastaðurinn Hérað | 2 x hreindýraborgari, 2 x lax, 4 x eftirréttur | 21.560 |
| Sunnudagur | Askur Pizzeria | 4 x pizza dagsins | 8.796 |
| Mánudagur | Subway | Fjölskyldutilboð | 3.999 |
| Þriðjudagur | Skálinn Diner | Réttur dagsins | 7.400 |
| Miðvikudagur | Salt Café & Bistro | 4 x aðalréttur | 10.000 |
| Fimmtudagur | N1 | 2 x bernaise-borgari, 2x ostborgari | 8.090 |
Vika á Austurlandi – meðaltalskostnaður 480.382 krónur
| Samtals: | |
| Tjaldstæði, afþreying, bensín og matur | 367.101 |
| Hótel, afþreying, bensín og matur | 507.987 |
| Gistiheimili, afþreying, bensín og matur | 476.723 |
| Orlofshús, afþreying, bensín og matur | 569.717 |
Norðurland
Gisting á Norðurlandi
| Gististaður | Innifalið | Verð |
| Tjaldsvæði Akureyri | Rafmagn og gistináttaskattur | 33.481 |
| Icelandair Akureyri | 3 stjörnu, 2 x 2 manna herbergi | 272.247 |
| Guesthouse Akureyri | Gistiheimili, Classic 4 manna herbergi | 217.862 |
| Log Cottage | Orlofshús | 301.399 |
Afþreying á Norðurlandi – verð samtals 192.070 krónur
| Vikudagur | Þjónustuaðili | Innifalið | Verð |
| Föstudagur | Baðhúsin Mývatni | Hefðbundinn aðgangur | 12.000 |
| Laugardagur | Hestaleigan Pólar Hestar | 3 klst. reiðtúr | 55.000 |
| Sunnudagur | Sund Akureyri | 2 fullorðnir og 2 börn | 2.500 |
| Mánudagur | Flugsafn Íslands | 2 fullorðnir og 2 börn | 5.000 |
| Þriðjudagur | Hjólaleiga Skjaldarvík | 4 hjól í sólarhring | 18.000 |
| Miðvikudagur | Whale Watching Akureyri | Hvalaskoðun | 35.970 |
| Fimmtudagur | Bjórbað Kaldi | 2 fullorðnir, 1 ungl., 1 barn | 31.800 |
Fastur kostnaður á Norðurlandi – verð samtals 44.624 krónur
| Matarkarfa | 25.000 |
| Bensín | 19.624 |
Kvöldverður á Norðurlandi – verð samtals 69.651 krónur
| Vikudagur | Þjónustuaðili | Innifalið | Verð |
| Föstudagur | N1 | Pylsutilboð | 2.768 |
| Laugardagur | Rub23 | 4 rétta ævintýraferð um eldhúsið, sushi-platti | 23.970 |
| Sunnudagur | Subway | Fjölskyldutilboð | 3.999 |
| Mánudagur | Akureyri Fish and Chips | Fiskur og franskar | 7.230 |
| Þriðjudagur | Dominos Pizza | Hópatilboð | 4.990 |
| Miðvikudagur | Greifinn | Kjúkingafajitas, BBQ-rif og 2 x hawaii-pizzur | 13.900 |
| Fimmtudagur | Hamborgarafabrikkan | 2 x fabrikkuborgari, 2 x El Fabrikanó, 2 x sjeik | 12.794 |
Vika á Norðurlandi – meðaltalskostnaður 512.617 krónur
| Samtals: | |
| Tjaldstæði, afþreying, bensín og matur | 339.926 |
| Hótel, afþreying, bensín og matur | 578.592 |
| Gistiheimili, afþreying, bensín og matur | 524.207 |
| Orlofshús, afþreying, bensín og matur | 607.744 |
Vesturland
Gisting á Vesturlandi
| Gististaður | Innifalið | Verð |
| Tjaldsvæði Akureyri | Rafmagn og gistináttaskattur | 20.650 |
| Fosshótel | 3 stjörnu, 2 x 2 manna herbergi | 232.234 |
| Comfort | Gistiheimili, 2 x 2 manna herbergi | 279.127 |
| Vatnsás 10 | Orlofshús | 178.641 |
Afþreying á Vesturlandi – verð samtals 186.980 krónur
| Vikudagur | Þjónustuaðili | Innifalið | Verð |
| Föstudagur | Krauma | Hefðbundinn aðgangur | 15.300 |
| Laugardagur | Sæferðir | Sigling út í Flatey | 15.680 |
| Sunnudagur | Láki Tours | Fuglaskoðun og sjóstangaveiði | 30.000 |
| Mánudagur | Lýsuhóll | 2 klst. reiðtúr | 72.000 |
| Þriðjudagur | Sund | 2 fullorðnir og 2 börn | 2.600 |
| Miðvikudagur | Buggy Adventure | Fjórhjólasafarí | 47.800 |
| Fimmtudagur | Snorrastofa | 2 fullorðnir og 2 börn | 3.600 |
Fastur kostnaður á Vesturlandi – verð samtals 33.936 krónur
| Matarkarfa | 25.000 |
| Bensín | 8.936 |
Kvöldverður á Vesturlandi – verð samtals 66.380 krónur
| Vikudagur | Þjónustuaðili | Innifalið | Verð |
| Föstudagur | Meistarinn | 4 x pepperóníbátur | 5.560 |
| Laugardagur | Sjávarpakkhúsið | Fiskborgari 2.590 og Gnocchi 3.150, 2 x minni skammtur fyrir börnin | 8.920 |
| Sunnudagur | Veitingastaðurinn Hraun | 2 x bláskel úr Breiðafirði, 2 x fiskur dagsins | 15.600 |
| Mánudagur | Bjarnarhöfn Bistro | 2 x hákarlauggasúpa, 2 x grágæsaborgari | 13.000 |
| Þriðjudagur | Finsens Fish and Chips | Fiskur og franskar | 7.600 |
| Miðvikudagur | Narfeyrarstofa | 2 x Lambaborgari, 2 x Hólmaborgari | 10.400 |
| Fimmtudagur | Stykkið Pizzagerð | 2 x stórar pizzur | 5.300 |
Vika á Vesturlandi – meðaltalskostnaður 464.959 krónur
| Samtals: | |
| Tjaldstæði, afþreying, bensín og matur | 307.946 |
| Hótel, afþreying, bensín og matur | 519.530 |
| Gistiheimili, afþreying, bensín og matur | 566.423 |
| Orlofshús, afþreying, bensín og matur | 445.937 |
Suðurland
Gisting á Suðurlandi
| Gististaður | Innifalið | Verð |
| Tjaldsvæði Flúðum | Rafmagn og gistináttaskattur | 23.000 |
| Icelandair Flúðum | 3 stjörnu, 2 x 2 manna herbergi | 303.876 |
| Klettar Tower Iceland | Gistiheimili, 2 x 2 manna herbergi | 463.551 |
| Ból Holiday Home | Orlofshús | 167.491 |
Afþreying á Suðurlandi – verð samtals 187.900 krónur
| Vikudagur | Þjónustuaðili | Innifalið | Verð |
| Föstudagur | Jarðböð Fontana Laugarvatni | Hefðbundinn aðgangur | 9.600 |
| Laugardagur | Riding Tours South Iceland | 2 klst. reiðtúr | 52.000 |
| Sunnudagur | Hellisbúarnir | 2 fullorðnir og 2 börn | 6.000 |
| Mánudagur | Black Beach Tours | Fjórhjólasafarí, 1 klst. | 41.700 |
| Þriðjudagur | Sund | 2 fullorðnir og 2 börn | 2.600 |
| Miðvikudagur | Dýragarðurinn Slakki | 2 fullorðnir og 2 börn | 2.000 |
| Fimmtudagur | Midgard Adventure | Jeppaferð, 4 klst. | 74.000 |
Fastur kostnaður á Suðurlandi – verð samtals 33.936 krónur
| Matarkarfa | 25.000 |
| Bensín | 8.936 |
Kvöldverður á Suðurlandi – verð samtals 70.429 krónur
| Vikudagur | Þjónustuaðili | Innifalið | Verð |
| Föstudagur | Veitingastaðurinn Lindin | 4 x hreindýraborgarar | 11.600 |
| Laugardagur | Flúðasveppir Farmers Bistro | 4 x sælkerahlaðborð | 8.460 |
| Sunnudagur | Skálholtsstaður | 2 x kjötsúpa, 2 x plokkfiskur | 7.970 |
| Mánudagur | Subway Selfossi | Fjölskyldutilboð | 3.999 |
| Þriðjudagur | Ingólfsskáli | 2 x fiskur dagsins, 2 x andabringa | 18.600 |
| Miðvikudagur | Hótel Geysir Bistro | 2 x saltfiskur, 2 x kjúklinganachos | 9.800 |
| Fimmtudagur | Þrastarlundur | 2 x bernaiseborgari, 2 x ostborgari | 10.000 |
Vika á Suðurlandi – meðaltalskostnaður 531.744 krónur
| Samtals: | |
| Tjaldstæði, afþreying, bensín og matur | 315.265 |
| Hótel, afþreying, bensín og matur | 596.141 |
| Gistiheimili, afþreying, bensín og matur | 755.816 |
| Orlofshús, afþreying, bensín og matur | 459.756 |
Forsendur
Fjögurra manna vísitölufjölskylda, 2 börn, 7 og 14 ára. Ferðast dagana 3.-10. júlí í sumar. Aðeins er reiknað með kvöldverði án drykkjarfanga. Morgun- og hádegisverður afgreiðist með matarkörfu úr matvöruverslun. Reynt var að finna sömu þjónustu í öllum landsfjórðungunum.
Í einhverjum tilvikum tókst það ekki þar sem verð voru ekki gefin upp á heimasíðum viðkomandi þjónustuaðila, þá var fundin sambærileg afþreying. Öll verð miðast við birt verð á heimasíðum þjónustuaðila, taka verður tillit til þess að margir koma til með að veita afslátt gegn gjafabréfi stjórnvalda og einhverjir eru byrjaðir að auglýsa sérstakan COVID-afslátt. Því er ljóst að sérstök Íslendingaverð eru í undirbúningi fyrir sumarið. Allir afþreyingar- og veitingamöguleikar fengnir út frá ábendingum á ferðavefsíðum viðkomandi landsfjórðunga.
Leitað var eftir gistingu á booking.com (leitarstaðir: Egilsstaðir, Akureyri, Stykkishólmur og Flúðir) og alltaf flokkað eftir lægsta verði. Ekið er í öllum tilvikum frá höfuðborgarsvæðinu á KIA Sorento 4×4-fjölskyldubíl með fellihýsi í afturdragi. Stuðst var við reiknivél Orkuseturs. Gera má ráð fyrir auknum bensínskostnaði vegna ferðalaga milli afþreyingar- og veitingastaða.

