„Árið 2018 voru í kringum 1.000 manns sem bjuggu hérna og núna búa um 1.200 í Vesturbyggð, það er að segja. Þannig að þetta er 20% fjölgun á fimm árum sem er mjög mikil og hröð fjölgun,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Þórdís segir í samtali við ruv.is að nokkrar ástæður séu fyrir fólksfjölguninni, og að þar séu fiskeldi og ferðaþjónusta stærstu þættirnir:
„Bæði er unga fólkið okkar að koma aftur eða vera lengur. Það er líka nýtt fólk sem flytur á svæðið, annars staðar frá Íslandi eða frá öðrum löndum. Það er mjög fjölbreytt samsetningin núna.“
Bætir við:

„Það vantar faglærða leikskólakennara, okkur vantar grunnskólakennara, okkur vantar verkefnastjóra, fólk í áhaldahúsið, það vantar í fiskeldisfyrirtækin og það vantar líka fólk í ferðaþjónustuna,“ segir Þórdís og bendir á að tvö fjölbýlishús séu í burðarliðnum, bæði á Bíldudal og Patreksfirði:
„Þannig að við erum að bregðast við og við ætlum að halda áfram og skipuleggja nýjar byggðir núna á þessu ári.“