Hinn frábæri tónlistarmaður, Valdimar Guðmundsson, var viðmælandi Auðuns Blöndal í þættinum Tónlistarmennirnir okkar sem sýndir eru á Stöð 2.
Í þætti Auðuns er haft eftir Valdimari að hann hafi ekki búist neitt sérstaklega við því að verða fjölskyldumaður, eins og hann er í dag.
Valdimar býr í dag með Önnu Björk Sigurjónsdóttur; eiga þau saman son:

„Ég er mjög hamingjusamur maður. Fyrir nokkrum árum síðan hugsaði ég, ég verð kannski bara alltaf einn og það er allt í lagi. Sem er bara fínt og ég geri bara hlutina eins og þeir eru núna.“
Valdimar sagðist hafa velt því fyrir sér hvernig það yrði að eignast fjölskyldu:
„Það er ekkert svo langt síðan að það að eignast fjölskyldu væri mjög fjarlægur möguleiki. En svo einhvern veginn gerðist það. Ég hitti stelpu sem mér fannst ótrúlega skemmtileg. Svo byrjum við saman og allt í einu er kominn lítill strákur og ég kominn með fjölskyldu. Allt hefur meiri vigt í dag.“