,,Það er eldur í vatnagörðum 18,’’ sagði vakthafandi varðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í samtali við Mannlíf nú í morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu. Blaðamaður Mannlífs er á vettvangi sem segir mikla brunalykt í loftinu og hefur lögregla lokað götum í kring um svæðið.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er áfangaheimili í húsinu þar sem eldurinn kviknaði. Enn er óstaðfest hvort einhver hafi verið inn í herberginu. Nokkrir hafa þegar verið fluttir á slysadeild en eins og sjá má á myndum er mikil fjöldi sjúkrabíla á svæðinu.


Fréttin verður uppfærð.