Þriðjudagur 22. apríl, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Kór Lindakirkju afhenti Eitt líf hálfa milljón

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kór Lindakirkju bauð til tónlistarveislu sunnudaginn 3. nóvember. Flutt var blanda af kraftmikilli gospeltónlist undir dyggri stjórn Óskars Einarssonar.

 

Einsöngvarar úr röðum kórfélaga stigu á stokk og hljómsveitin var skipuð: Óskar Einarsson, píanó, Páll E. Pálsson, bassi, Brynjólfur Snorrason, slagverk og Andreas Hellkvist, hammond.

Aðgangur á tónleikana var ókeypis en tekið var við frjálsum framlögum til styrktar forvarnarverkefninu Eitt líf/Minningarsjóði Einars Darra.

Viku seinna, sunnudaginn 10. nóvember mætti síðan faðir Einars Darra, Óskar Vídalín, og tók við hálfri milljón sem kór Lindakirkju safnaði fyrir Eitt líf/Minningarsjóð Einars Darra. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir sá um afhendingu á söfnunarfénu fyrir hönd kórsins.

Ásta Sóllilja afhendir Óskari söfnunarféð.

Lindakirkja var upplýst að utan í bleikum lit sem var uppáhaldslitur Einars Darra, bæði á tónleikunum og sunnudaginn 10. nóvember. Lindakirkja er komin með útilýsingu sem lýsir kirkjuna upp og hægt er að velja nokkra liti en bleikur var valinn fyrir Einar Darra.

[facebook_large_like_btn]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -