„Það liggur fyrir að formaður flokksins hefur boðað breytingar á ríkisstjórninni. Hvenær það verður nákvæmlega og hvernig get ég ekki sagt um. Ég hef ekki fengið nein skilaboð um það að pakka saman, hvorki frá flokksformanninum né þingflokknum,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið.
þar var rætt um þær áætlanir að skipta honum út í dómsmálaráðuneytinu fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sagði eftir kosningar að Jón Gunnarsson myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við.
Jón gaf í skyn fyrr í vetur að breytingarnar kynnu að verða á þessari tilhögum, og fór það ekki vel í Guðrúnu; hún sagðist nýverið gera ráð fyrir því að taka við dómsmálaráðuneytinu í mars.

Í samtalinu við Fréttablaðið sagði Jón hins vegar þetta:
„Það er óheppilegt að skipta um hest í miðri á. Það vantar stöðugleika í þetta ráðuneyti. Ég er ekki fyrr búinn að koma mér vel inn í öll flóknustu mál þess áður en ég mögulega á að hverfa á braut,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.