Magnús Magnússon er látinn 97 ára gamall en mbl.is greinir frá þessu.
Magnús var lengi einn af fremstu vísindamönnum Íslands og var lykilmaður í þróun verkfræði og raunvísinda við Háskóla Íslands.
Magnús var menntaður stærðfræðingur og eðlisfræðingur frá hinum virta Cambridge-háskóla á Englandi og vann síðar meir við rannsóknir á afstæðiskenningu Einsteins við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum.
Magnús var eins og áður sagði lykilmaður í Háskóla Íslands en hann var fyrsti forstöðumaður Reiknistofnunnar Háskólans og Raunvísindastofnunar Háskólans. Þá var hann einnig forseti verkfræðideildar HÍ og forseti verkfræði- og raunvísindadeildar.
Magnús eignaðist þrjú börn með Helgu Magnússon en hún lést árið 2019.
Magnús er fallinn frá

VefTv
- Auglýsing -
Hlaðvörp
- Auglýsing -
[facebook_large_like_btn]
Athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Lestu meira
- Auglýsing -
Veistu meira um málið?
Endilega láttu heyra frá þér! Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Deila
Nýtt í dag
Mest lesið í vikunni
Í fréttum er þetta helst...
- Auglýsing -