Ljósmynd af gæs dúðuð í úlpu birtist á Facebook-vegg lögreglunnar á Suðurnesjum í dag en gæsin fannst hálf frosin á vappi en goggurinn var frosinn lokaður. Var hún „klædd“ í úlpu og leyft að hlýja sér inni á lögreglustöð.
Færsluna má lesa hér fyrir neðan:
„Við munum eftir frostavetrinum mikla 2023 en þá fundum við þessa öðlings gæs á vappi. Eitthvað var henni kalt greyinu og var hún með gogginn frosinn lokaðan. Árvökull vegfarandi sem lét okkur vita lagði til þessa fínu úlpu sem henni var svo pakkað í og færð inn í hlýjuna. Nú kúrir hún á gólfinu hjá okkur og bíður þess að goggurunn þiðni.

Ljósmynd: lögreglan á Suðurnesjum