Þriðjudagur 22. apríl, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Hótel Skúla gjaldþrota

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að að Base hótel á Ásbrú, sem Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW, opnaði 2016, hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur. RÚV greinir frá því að gjaldþrotaskiptin hafi verið gerð daginn eftir að hótelinu var lokað og starfsfólkinu sagt upp.

Hótelið opnaði árið 2016 og var það í eigu fé­lagsins TF Hot ehf sem er í eigu Skúla. Fyrir þremur árum síðan var fast­eign hótelsins aug­lýst til sölu og sagði Skúli það vera til að fjármagna höfuðstöðvar WOW og hótel í Kópavogi. Hins vegar varð ekkert af sölu eignanna.

Fréttastofa RÚV greindi frá því í síðustu viku að þrotabú WOW hefði höfðað á annan tug riftunarmála og að Skúla sé stefnt í öllum málunum. Er gerð skaðabótakrafa á hendur honum þar sem hann samþykkti allar greiðslurnar. Þess er einnig krafist að að Títan, móðurfélag WOW, verði tekið til gjaldþrotaskipta eftir árangurs­lausa kyrr­setningu í eignum fé­lagsins.

Nýverið greindi Morgunblaðið frá því að hópur skuldabréfaeigenda sem tók þátt í skuldabréfaútboði WOW í september 2018 hefði sent fyrrverandi forstjóra og stjórn bréf þar sem þess væri krafist að þau bættu það tjón sem skuldabréfaeigendurnir urðu fyrir þegar WOW fór í þrot. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru stjórnendurnir sem kröfurnar beinast að Skúli Mogensen, Liv Bergþórsdóttir, þáverandi stjórnarformaður, Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður og Davíð Másson, flugrekandi og fjárfestir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

[facebook_large_like_btn]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -