Hin frábæra Guðný María Arnþórsdóttir var að fá sannkallaðar gleðifregnir og segir frá þeim:
„Guðný María þín hefur hlotið þann heiður að fá skólavist í sumar í Dartington summer school, sem er staðsettur í Devon í UK.“

Hún er alsæl með fréttirnar, skiljanlega:
„Þar mun ég búa á heimavist og læra allan daginn. Þá er spilað og djammað á kvöldin. Meðla annars læri ég á píanó, söng, að syngja með öðrum, lagasmíðar, rannsóknum á alþýðutónlist, textagerðir og hvernig ég skapa persónur í dægurlögum, hvernig ég sem tónlist, þá læri ég að semja tónlist með öðrum. Sem ég hef aldrei gert.“
Hún bætir viðað endingu að hún muni líka „læra dans, meira segja ballett-dans, það er kominn tími á að Guðný María læri fyrstu sporin þar,“ segir gleðigjafinn Guðný María.