Stórfurðulegt atvik átti sér stað á miðvikudaginn í New York en þá fæddi ólétt kona barn í lest þar í borg. Slíkt hefur nú áður gerst en það sem þykir sérstakt er að konan hefur verið skráð týnd síðan sumarið 2024. Konan sem heitir Jenny Saint Pierre og er 25 ára gömul. Fjölskylda hennar tilkynnti um hvarf hennar í byrjun september en hún bjó í Hallandale Beach í Flórída. Hún hafði ekki sést síðan 5. ágúst þegar hún var með þáverandi kærasta sínum. Hún var þá nýorðin ólétt. Þegar tilkynnt var um hvarf Saint Pierre sagði móðir hennar að hún glímdi við andleg veikindi en að hvarf hennar væri sérstakt í ljósi þess að hún var mjög spennt fyrir því að verða móðir. Þó hefur verið greint frá því að hún hafi verið mjög ósátt við fyrrverandi kærasta sinn en hann er talinn vera faðir barnsins. Fæðing barnsins hefur vakið mikla athygli enda hjálpuðu farþegar í lestinni Saint Pierre með fæðinguna og voru teknar myndir og myndband af henni. Móðir Saint Pierre sagði við New York Times að hún væri mjög glöð með að vera orðin amma og að dóttir hennar og barnabarn væru velkomnar heim hvenær sem er en ekki liggur fyrir af hverju hún fór til New York frá Flórída. Jenny Saint Pierre hefur ekkert tjáð sig við fjölmiðla um málið.