Fjölskylda í Texas lenti heldur betur í furðulegu atviki í safarídýragarði þegar þau keyrðu þar í gegn.
Fjölskyldan var að skoða Fossil Rim Wildlife Center í bænum Glen Rose í Texas en þar má finna alls konar dýr, meðal annars gíraffa. Fjölskyldan var í bíl með opnu þaki og sá gíraffi á svæðinu að hin tveggja ára Paisley hélt á fullum matarpoka. Þegar gíraffinn reyndi að ræna sér smá í svanginn beit hann í bol Paisley og reif hana óvart upp í stað matarpokans. Sem betur fyrir fjölskylduna sleppti gíraffinn henni fljótt og lenti hún í fangi móður sinnar.
„Hjarta mitt stoppaði og ég fékk í magann. Þetta hræddi mig,“ sagði faðir Paisley um málið. Hann sagði einnig að þetta atvik muni þó ekki hafa áhrif á komu þeirra og ætla þau að heimsækja dýragarðinn aftur seinna. Þá var keypt gíraffaleikfang handa Paisley í gjafabúð garðsins á leiðinni út.
Gíraffi rændi óvart tveggja ára stelpu í Texas – MYNDBAND

VefTv
- Auglýsing -
Hlaðvörp
- Auglýsing -
[facebook_large_like_btn]
Athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Lestu meira
- Auglýsing -
Veistu meira um málið?
Endilega láttu heyra frá þér! Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Deila
Nýtt í dag
Mest lesið í vikunni
Í fréttum er þetta helst...
- Auglýsing -
