- Auglýsing -
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er ávallt með puttann á púlsi samfélagsins og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar.

Egill segir að það sé í undirbúningi hjá ríkisstjórninni að opna sendiráð á Spáni.

Og Egill er með það á hreinu hvar sendiráð þetta eigi að rísa – eða því sem næst:

„Það stendur til að opna sendiráð Íslands á Spáni. Mun vera mikið álag á ræðismönnum. En er ekki eðlilegt að sendiráðið sé á Tene eða í Torrevieja frekar en Madrid?“