Friðrik Indriðason blaðamaður ritar færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann dásamar Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar:

„Guð hvað ég elska Sólveigu Önnu formann Eflingar,“ segir Friðrik sem er bróðir Arnalds Indriðasonar sem er okkar frægasti núlifandi rithöfundur.

Friðrik bætir við:
„Hún er að sýna okkur landsmönnum hvernig kaupin gerast á Eyrinni. Eftir að SA tókst að sóla Villa og co í Starfsgreinasambandinu (plús VR) uppúr skónum í stuttum samning með smá dúsu, sem lifði ekki af næstu verðbólgumælingu, ákvað Efling að taka þessa SA klíku á beinið.“

Kraftmikill Friðrik endar færslu sína á þessum orðum:
„Nú eru litlu íhaldsdrengirnir í SA að segja við Íslandshótelseigendur: Sko strákar ekki semja því við munum borga ykkur allan skaðann. Jafnvel allan 5 milljarða kr. sjóð okkar sem á að tryggja aðra atvinnurekendur (ekki bara nokkur hótel) fyrir skakkaföllum. Áfram Sólveig Anna.“